Borgþór Ásgeirsson

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 10. janúar 2026 kl. 13:21 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 10. janúar 2026 kl. 13:21 eftir Viglundur (spjall | framlög) (Verndaði „Borgþór Ásgeirsson“ ([Breyta=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn) [Færa=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn)))
(breyting) ←Fyrri útgáfa | Nýjasta útgáfa (breyting) | Næsta útgáfa→ (breyting)
Fara í flakk Fara í leit

Borgþór Ásgeirsson, sálfræðingur, markaðsfræðingur. Hann er Senior Learner Designer í Cambridge á Englandi, fæddur 20. mars 1980 í Eyjum.
Foreldrar hans Ásgeir Ingi Þorvaldsson frá Blönduósi, múrarameistari, f. 16. júlí 1948, d. 16. október 2020, og kona hans Guðfinna Sveinsdóttir, húsfreyja. lyfjatæknir, f. 1. maí 1954.

Börn Guðfinnu og Ásgeirs Inga:
1. Sveinn Ásgeirsson sjómaður, stýrimaður, f. 8. janúar 1974 í Reykjavík. Kona hans Sigrún Alda Ómarsdóttir.
2. Borgþór Ásgeirsson sálfræðingur, markaðsfræðingur. Hann er Senior Learner Designer í Cambridge á Englandi, f. 20. mars 1980 í Eyjum. Kona hans Birgitta Sif Jónsdóttir.

Þau Birgitta Sif giftu sig, eignuðust tvö börn.

I. Kona Borgþórs er Birgitta Sif Jónsdóttir húsfreyja, f. 13. mars 1981. Foreldrar hennar Ragnheiður Guðmundsdóttir, f. 9. maí 1954, og Jón Karlsson, f. 2. febrúar 1953.
Börn þeirra:
1. Salka Sif Borgþórsdóttir, f. 17. desember 2008.
2. Sóley Sif Borgþórsdóttir, f. 14. október 2011.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.