Matthías Sveinsson (vélstjóri)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 17. nóvember 2024 kl. 11:24 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 17. nóvember 2024 kl. 11:24 eftir Viglundur (spjall | framlög)
(breyting) ←Fyrri útgáfa | Nýjasta útgáfa (breyting) | Næsta útgáfa→ (breyting)
Fara í flakk Fara í leit
Matthías Sveinsson.

Matthías Sveinsson vélstjóri fæddist 21. september 1943 að Hásteinsvegi 7 og lést 7. október 2019.
Foreldrar hans voru Sveinn Matthíasson frá Byggðarenda við Brekastíg 15a, sjómaður, matsveinn, útgerðarmaður, f. 14. ágúst 1918, d. 15. nóvember 1998, og síðari kona hans María Eirikka Pétursdóttir frá Neskaupstað, húsfreyja, f. 9. nóvember 1923, d. 4. október 2012.

Börn Maríu og Sveins:
1. Matthías Sveinsson vélstjóri, f. 21. september 1943 á Hásteinsvegi 7. Kona hans Kristjana Björnsdóttir.
2. Drengur, f. 18. nóvember 1946 á Hásteinsvegi 7, d. sama dag.
3. Stefán Pétur Sveinsson skipstjóri, útgerðarmaður, f. 9. september 1948 á Hásteinsvegi 7. Kona hans Henný Dröfn Ólafsdóttir, látin.
4. Sævar Sveinsson skipstjóri, útgerðarmaður f. 23. janúar 1953 á Brimhólabraut 14. Barnsmóðir Eyja Þorsteina Halldórsdóttir. Fyrri kona Svanhildur Sverrisdóttir. Kona hans Hólmfríður Björnsdóttir.
5. Halldór Sveinsson lögregluþjónn, f. 16. október 1956 á Brimhólabraut 14. Kona hans Guðbjörg Hrönn Sigursteinsdóttir.
6. Ómar Sveinsson verkamaður, f. 20. janúar 1959. Kona hans Margrét Ólöf Eyjólfsdóttir.
Kjördóttir hjónanna:
7. Cassandra C. Siff Sveinsdóttir, f. 18. ágúst 1960. Fyrri maður Hjörtur R. Jónsson. Síðari maður Peter Skov Andersen. Hún býr í Danmörku. Hún er dóttir Matthildar systur Sveins.

Sveinn var með foreldrum sínum.
Hann lauk vélstjóranámi 1959.
Sveinn stundaði sjó frá barnsaldri, fyrst á Reyni VE 15 á síld, þá 14 ára. Síðan var hann á Erlingi IV., frá 1966 var hann vélstjóri á Leó VE 400 og var þar til áramóta 1970-1971. Þá fór Þórunn Sveinsdóttir á flot og þar var hann til 2007, er hann lauk sjómennsku sinni, en vann fyrir útgerðina í landi.
Matthías var heiðraður fjórum sinnum fyrir að bjarga mannslífum sem skipverji á Þórunni Sveinsdóttur VE og hlaut fjölda viðurkenninga fyrir að vera í skipshöfn aflahæsta bátsins. Á Sjómannadaginn 2016 var hann heiðraður fyrir sjómannsstörf sín.
Þau Kristjana giftu sig 1968, eignuðust tvö börn. Þau reistu sér heimili við Illugagötu 27 og bjuggu þar síðan.
Matthías lést 2019.

I. Kona Matthíasar, (14. apríl 1968), er Kristjana Björnsdóttir húsfreyja, verslunarmaður, f. 24. desember 1943.
Börn þeirra:
1. Sveinn Matthíasson sjómaður, vélstjóri, f. 20. mars 1966, d. 4. ágúst 2012. Kona hans Harpa Gísladóttir Guðlaugssonar.
2. Björn Matthíasson rekstrarstjóri, f. 2. júní 1978. Kona hans Hrefna Jónsdóttir Svanssonar.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.