Runólfur Alfreðsson

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 15. október 2024 kl. 16:23 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 15. október 2024 kl. 16:23 eftir Viglundur (spjall | framlög)
(breyting) ←Fyrri útgáfa | Nýjasta útgáfa (breyting) | Næsta útgáfa→ (breyting)
Fara í flakk Fara í leit
Runólfur Alfreðsson.

Runólfur Alfreðsson verkamaður, lagerstjóri fæddist 25. júní 1949 í Birtingarholti við Vestmannabraut 61.
Foreldrar hans voru Alfreð Einarsson vélstjóri, verkstjóri, verksmiðjustjóri, f. 6. desember 1921 á Fáskrúðsfirði, d. 1. október 2013, og kona hans Sigfríður Runólfsdóttir húsfreyja, f. 8. mars 1920 á Seyðisfirði, d. 12. nóvember 2017.

Runólfur var með foreldrum sínum í æsku.
Hann varð 4. bekkjar gagnfræðingur í Gagnfræðaskólanum 1965.
Runólfur vann í Steypustöðinni í Eyjum í 30 ár, var lagerstjóri syðra í 10 ár.
Þau María giftu sig 1970, eignuðust þrjú börn. Þau bjuggu á Kirkjubæjarbraut 26 við Gos 1973, síðar í Tröllakór 14 í Kópavogi.

I. Kona Runólfs, (27. desember 1970), er Guðrún María Gunnarsdóttir frá Kirkjubæ, húsfreyja, ræstitæknir, húsmóðir Landakirkju, f. 11. júlí 1945. Börn þeirra:
1. Sigfríð Runólfsdóttir kaupmaður, f. 25. október 1967. Maður hennar Þorvaldur Ólafsson.
2. Aðalheiður Runólfsdóttir veitingamaður, f. 6. október 1976. Barnsfaðir hennar Guðmundur Ólafsson. Maður hennar Ólafur Guðlaugsson.
3. Gunnar Bergur Runólfsson, rekur fyrirtæki í steinsögun, borun og fleira, f. 8. febrúar 1981. Kona hans María Pétursdóttir.



Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.