Hallbjörg Jónsdóttir (Reykholti)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 30. september 2024 kl. 13:59 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 30. september 2024 kl. 13:59 eftir Viglundur (spjall | framlög) (Verndaði „Hallbjörg Jónsdóttir (Reykholti)“ ([Breyta=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn) [Færa=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn)))
(breyting) ←Fyrri útgáfa | Nýjasta útgáfa (breyting) | Næsta útgáfa→ (breyting)
Fara í flakk Fara í leit

Hallbjörg Jónsdóttir, húsfreyja, fiskvinnslukona fæddist 24. ágúst 1956.
Foreldrar hennar Jón Ingólfsson frá Mandal, sjómaður, vélstjóri, stýrimaður, bifreiðastjóri, f. 23. september 1934 í Reykjavík, d. 24. febrúar 2000, og kona hans Halldóra Sigríður Hallbergsdóttir húsfreyja, fiskiðnaðarkona, f. 11. desember 1932 á Blómsturvöllum á Stokkseyri, d. 8. september 2016.

Börn Halldóru og Jóns:
1. Þuríður Jónsdóttir, f. 12. september 1952. Maður hennar Jóel Þór Andersen.
2. Bergþóra Jónsdóttir, f. 24. apríl 1953, d. 13. ágúst 2012. Maður hennar Óskar Veigu Óskarsson.
3. Stella Jónsdóttir, f. 31. júlí 1955, d. 24. júní 1998. Maður hennar Benóný Færseth.
4. Hallbjörg Jónsdóttir, f. 24. ágúst 1956. Maður hennar Róbert Gíslason.
5. Berglind Jónsdóttir, f. 4. janúar 1964. Maður hennar Steinar Pétur Jónsson.

Hallbjörg eignaðist barn með Svavari 1979.
Þau Róbert giftu sig 1988, eignuðust tvö börn. Þau bjuggu við Sólhlíð 19 og Foldahraun 42, fluttu til Keflavíkur 1992.

I. Barnsfaðir Hallbjargar er Svavar Júlíus Gunnarsson, f. 8. apríl 1959.
Barn þeirra:
1. Bjarki Svavarsson, f. 2. september 1979.

II. Maður Hallbjargar, (31. desember 1988), er Róbert Gíslason, sjómaður, netamaður, vélstjóri, f. 8. nóvember 1955 á Akranesi.
Börn þeirra:
2. Daníel Bergmann Róbertsson, f. 5. ágúst 1986.
3. Rut Bergmann Róbertsdóttir, f. 11. júní 1990.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.