Solveig Þóra Ragnarsdóttir

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 6. maí 2024 kl. 14:39 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 6. maí 2024 kl. 14:39 eftir Viglundur (spjall | framlög) (Verndaði „Solveig Þóra Ragnarsdóttir“ ([Breyta=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn) [Færa=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn)))
(breyting) ←Fyrri útgáfa | Nýjasta útgáfa (breyting) | Næsta útgáfa→ (breyting)
Fara í flakk Fara í leit

Solveig Þóra Ragnarsdóttir frá Litla-Hvammi við Sólhlíð 4, húsfreyja fæddist 29. október 1935 í Bræðratungu við Heimagötu 27.
Foreldrar hennar voru Ragnar Þorvaldsson sjómaður, skipstjóri, f. 26. janúar 1906 í Simbakoti á Eyrarbakka, d. 3. janúar 1991 í Reykjavík, og kona hans Ingibjörg Runólfsdóttir húsfreyja, f. 13. janúar 1907 í Hausthúsum á Stokkseyri, d. 7. mars 1997 í Reykjavík.

Börn Ingibjargar og Ragnars:
1. Haraldur Ragnarsson loftskeytamaður, endurskoðandi, skrifstofustjóri, f. 15. október 1929, d. 30. nóvember 2011.
2. Solveig Þóra Ragnarsdóttir húsfreyja, starfsmaður Félagsmálastofnunar í Reykjavík, f. 29. október 1935 í Bræðratungu.
3. Guðný Ragnarsdóttir húsfreyja, fulltrúi á Hagstofunni, f. 12. ágúst 1940 á Landagötu 12.
4. Sólrún Ragnarsdóttir húsfreyja á Selfossi, verslunarmaður, tryggingastarfsmaður, f. 20. júlí 1951 á Kirkjuvegi 39.

Solveig Þóra var með foreldrum sínum í æsku.
Hún vann hjá Félagsmálastofnun Rvk.
Þau Hafsteinn giftu sig 1962, eignuðust tvö börn. Þau bjuggu í Rvk.

I. Maður Solveigar Þóru, (10. mars 1962), var Hafsteinn Guðmundsson rafvirkjameistari, f. 9. júlí 1938, d. 11. janúar 2013. Foreldrar hans voru Guðmundur Breiðfjörð Jóhannsson sjómaður frá Stykkishólmi, f. 4. júlí 1907, d. 4. mars 1987, og Sæma Hafliðadóttir frá Bergsholtskoti í Staðarsveit, Snæf., f. 8. október 1910, d. 7. júlí 1941. Fósturforeldrar hans voru Helgi Sigurðsson frá Rvk, verkfræðingur og hitaveitustjóri, f. 15. mars 1903, d. 22. september 1971, og Guðmundína Guttormsdóttir frá Köldukinn í Holtum, Rang., húsfreyja, yfirhjúkrunarfræðingur, f. 25. september 1893, d. 3. febrúar 1980.
Börn þeirra:
1. Helgi Hafsteinsson rafvirki, f. 26. maí 1965. Kona hans Hildur Elfa Björnsdóttir.
2. Guðmundur Hafsteinsson, f. 23. september 1969. Kona hans Stefanía Björnsdóttir.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.