Guðný Ragnarsdóttir (Litla-Hvammi)
Guðný Ragnarsdóttir frá Litla-Hvammi við Sólhlíð 4, húsfreyja, fulltrúi fæddist 1940 á Landagötu 12.
Foreldrar hennar voru Ragnar Þorvaldsson sjómaður, skipstjóri, f. 26. janúar 1906 í Simbakoti á Eyrarbakka, d. 3. janúar 1991 í Reykjavík, og kona hans Ingibjörg Runólfsdóttir húsfreyja, f. 13. janúar 1907 í Hausthúsum á Stokkseyri, d. 7. mars 1997 í Reykjavík.
Börn Ingibjargar og Ragnars:
1. Haraldur Ragnarsson loftskeytamaður, endurskoðandi, skrifstofustjóri, f. 15. október 1929, d. 30. nóvember 2011.
2. Solveig Þóra Ragnarsdóttir húsfreyja, starfsmaður Félagsmálastofnunar í Reykjavík, f. 29. október 1935 í Bræðratungu.
3. Guðný Ragnarsdóttir húsfreyja, fulltrúi á Hagstofunni, f. 12. ágúst 1940 á Landagötu 12.
4. Sólrún Ragnarsdóttir húsfreyja á Selfossi, verslunarmaður, tryggingastarfsmaður, f. 20. júlí 1951 á Kirkjuvegi 39.
Guðný var með foreldrum sínum í æsku.
Hún varð 3. bekkjar gagnfræðingur í Gagnfræðaskólanum í Eyjum 1956.
Guðný var fulltrúi hjá Hagstofu Íslands.
Þau Jón giftu sig 1959, eignuðust tvö börn. Þau bjuggu í Rvk.
Jón lést 2016.
I. Maður Guðnýjar, (15. október 1959), var Jón Steindórsson loftskeytamaður, kennari, f. 11. september 1938, d. 14. janúar 2016. Foreldrar hans voru Steindór Árnason, skipstjóri, f. 27. desember 1897, d. 5. september 1986, og Guðmunda Jónsdóttir, f. 12. september 1903, d. 19. júní 1992.
Börn þeirra:
1. Guðmunda Jónsdóttir, f. 15. febrúar 1959 í Rvk. Maður hennar Ásmundur Einarsson.
2. Haraldur Jónsson, f. 15. júní 1960. Kona hans Ásdís Ingólfsdóttir.
Heimildir
- Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
- Bergsætt II. útgáfa. Guðni Jónsson 1966.
- Íslendingabók.
- Morgunblaðið. Minning Jóns Steindórssonar.
- Prestþjónustubækur.
Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.