Kristján Bjarnason (vélstjóri)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 6. maí 2024 kl. 13:48 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 6. maí 2024 kl. 13:48 eftir Viglundur (spjall | framlög) (Verndaði „Kristján Bjarnason (vélstjóri)“ ([Breyta=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn) [Færa=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn)))
(breyting) ←Fyrri útgáfa | Nýjasta útgáfa (breyting) | Næsta útgáfa→ (breyting)
Fara í flakk Fara í leit

Kristján Bjarnason frá Ásólfsskála u. Eyjafjöllum, sjómaður, vélstjóri fæddist 8. apríl 1903 og lést 12. nóvember 1959.
Foreldrar hans voru Bjarni Bjarnason bóndi í Indriðakoti, f. 23. júní 1862, d. 13. júlí 1947, og kona hans Ólöf Bergsdóttir húsfreyja, f. 16. október 1862, d. 22. febrúar 1943.

Börn Ólafar og Bjarna í Eyjum:
1. Guðrún Bjarnadóttir húsfreyja á Hvanneyri, f. 20. apríl 1902, d. 16. desember 1987.
2. Kristján Bjarnason, sjómaður, vélgæslumaður, f. 8. apríl 1903, d. 12. nóvember 1959.
3. Ásólfur Bjarnason sjómaður, verkamaður, f. 17. apríl 1904, d. 24. maí 1988.
4. Þorgils Bjarnason sjómaður, verkamaður, f. 9. september 1905, d. 21. júní 1994.

Kristján var sjómaður í Eyjum, síðan vélgæslumaður í Kópavogi.
Hann lést 1959.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.