Guðrún Bjarnadóttir (Hvanneyri)

From Heimaslóð
Jump to navigation Jump to search

Guðrún Bjarnadóttir húsfreyja á Hvanneyri fæddist 20. apríl 1902 í Ásólfsskála u. Eyjafjöllum og lést 16. desember 1987.
Foreldrar hennar voru Bjarni Bjarnason bóndi í Indriðakoti 1910, f. 23. júní 1862, d. 13. júlí 1947, og kona hans Ólöf Bergsdóttir húsfreyja, f. 16. október 1862, d. 22. febrúar 1943.

Börn Bjarna og Ólafar í Eyjum:
1. Guðrún Bjarnadóttir húsfreyja á Hvanneyri, f. 20. apríl 1902, d. 16. desember 1987.
2. Ásólfur Bjarnason sjómaður, f. 17. apríl 1904, d. 24. maí 1988.
3. Þorgils Bjarnason sjómaður, verkamaður, f. 9. september 1905, d. 21. júní 1994.

Guðrún var með foreldrum sínum í æsku, var með þeim í Indriðakoti 1910 og 1920.
Hún fluttist til Eyja, giftist Jóni í janúar 1934, eignaðist Björgvin á því ári.
Þau byggðu hluta af Hvanneyri og bjuggu þar uns þau fluttu til Reykjavíkur 1945.

I. Maður Guðrúnar, (13. janúar 1934), var Jón Guðjónsson útgerðarmaður, fiskimatsmaður, umsjónarmaður, f. 16. apríl 1892, d. 22. desember 1972.
Börn þeirra:
1. Björgvin Jónsson pípulagningamaður, bifreiðastjóri, f. 15. nóvember 1934 á Hvanneyri.
2. Bjarni Ragnar Jónsson stúdent, f. 30. apríl 1947 í Reykjavík, d. 5. júlí 1999.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.