Jón Ingvarsson (bifreiðastjóri)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 18. mars 2024 kl. 14:18 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 18. mars 2024 kl. 14:18 eftir Viglundur (spjall | framlög) (Viglundur færði Jón Ingvarsson á Jón Ingvarsson (bifreiðastjóri))
(breyting) ←Fyrri útgáfa | Nýjasta útgáfa (breyting) | Næsta útgáfa→ (breyting)
Fara í flakk Fara í leit

Jón Ingvarsson bifreiðastjóri í Rvk fæddist 26. febrúar 1925 og lést 15. október 1991.
Foreldrar hans voru Ingvar Jónsson bóndi, sjómaður, f. 31. ágúst 1878, d. 3. júní 1954, og sambúarkona hans Ástrós Kristjana Þórðardóttir húsfreyja, f. 26. apríl 1904, d. 3. mars 1962.

Jón var með foreldrum sínum í æsku, með þeim í Bjargholti við Vesturveg 27 1940 og 1949, var í sveit í Landeyjum á sumrin, flutti með þeim til Rvk.
Hann var bifreiðastjóri í Rvk.
Þau Ásdís hófu búskap, eignuðust tvö börn.

I. Sambúðarkona Jóns var Ásdís Jóhannesdóttir frá Brekku í Mýrdal, húsfreyja, starfsmaður í prentsmiðju, f. 19. desember 1924, d. 10. ágúst 2007. Foreldrar hennar voru Jóhannes Stígsson bóndi á Brekkum, f. 20. mars 1884, d. 18. apríl 1934, og kona hans Jónína Helga Hróbjartsdóttir húsfreyja, f. 18. október 1894, d. 26. júlí 1980.
Börn þeirra:
1. Viðar Jónsson, viðskiptafræðingur, starfsmaður Ríkisendurskoðunar, f. 4. júní 1950. Kona hans Magnea Sveinsdóttir.
2. Ingunn Björk Jónsdóttir, húsfreyja, djákni, starfsmaður Íþrótta- og tómstundaráðs Rvk, f. 25. október 1969. Unnusti hennar Haraldur Þór Teitsson, viðskiptafræðingur.
Barn Ásdísar áður:
3. Agnar Kolbeinsson, bílamálarameistari, f. 9. janúar 1949. Kona hans Lóa Hallsdóttir.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Íslendingabók.
  • Landeyingabók – Austur-Landeyjar. Valgeir Sigurðsson og fleiri. Ritstjóri: Ragnar Böðvarsson. Austur-Landeyjahreppur, Gunnarshólma 1999.
  • Manntöl.
  • Morgunblaðið. Minning Ásdísar.
  • Prestþjónustubækur.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.