Ingvar Jónsson (Mandal)

From Heimaslóð
Jump to navigation Jump to search
Ingvar Jónsson.

Ingvar Jónsson frá Bergsstöðum í Biskupstungum, bóndi, sjómaður fæddist 31. ágúst 1878 og lést 3. júní 1954.
Foreldrar hans voru Jón Jónsson bóndi í Kjarnholtum í Biskupstungum, f. 23. febrúar 1824, d. 19. desember 1904, og Jóhanna Jónsdóttir, f. 4. október 1839, d. 4. nóvember 1899.

Ingavar var léttadrengur á Tungufelli í Tungufellssókn 1890, var vinnumaður í Mýrarhúsum í Kálfatjarnarsókn 1901, var sjómaður, leigjandi í Mandal 1920.
Þau Ástrós hófu sambúð, eignuðust eitt barn. Þau bjuggu á Efri-Úlfsstöðum í Landeyjum 1937-1938, í Bjargholti við Vesturveg 27 1940 og 1949.
Þau bjuggu síðar í Reykjavík.
Ingvar lést 1954 og Ástrós 1962.

I. Sambúðarkona Ingvars var Ástrós Kristjana Þórðardóttir frá Efri-Úlfsstöðum í A.-Landeyjum, húsfreyja, f. 26. apríl 1904, d. 3. mars 1962.
Barn þeirra:
1. Jón Ingvarsson, bifreiðastjóri, f. 26. febrúar 1925, d. 15. október 1991. Sambúðarkona hans Ásdís Jóhannsdóttir.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Íslendingabók.
  • Landeyingabók – Austur-Landeyjar. Valgeir Sigurðsson og fleiri. Ritstjóri: Ragnar Böðvarsson. Austur-Landeyjahreppur, Gunnarshólma 1999.
  • Manntöl.
  • Prestþjónustubækur.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.