Hrafnkell Guðjónsson (kennari)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 11. mars 2024 kl. 11:37 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 11. mars 2024 kl. 11:37 eftir Viglundur (spjall | framlög)
(breyting) ←Fyrri útgáfa | Nýjasta útgáfa (breyting) | Næsta útgáfa→ (breyting)
Fara í flakk Fara í leit
Hrafnkell Guðjónsson.

Hrafnkell Guðjónsson frá Rauðafelli við Vestmannabraut 58B, stýrimaður, sjómælingamaður, framhaldsskólakennari fæddist þar 17. mars 1931 og lést 10. maí 2007 á Hjúkrunarheimilinu Eir í Rvk.
Foreldrar hans voru Guðjón Guðjónsson verkamaður, fornbókasali, f. 5. apríl 1902, d. 20. september 1985, og kona hans Helga Jóhanna Hallgrímsdóttir húsfreyja, f. 7. júlí 1899, d. 1. janúar 1975.

Börn Helgu og Guðjóns:
1. Hrafnkell Guðjónsson stýrimaður, sjómælingamaður, framhaldsskólakennari, f. 17. mars 1931 á Rauðafelli, d. 10. maí 2007. Kona hans Svava Björnsdóttir frá Siglufirði, húsfreyja, fornbókasali, f. 10. nóvember 1932, d. 10. maí 2007.
2. Kolbeinn Guðjónsson sjómaður, f. 3. ágúst 1928, d. 19. september 2004. Kona hans Kristín Kristinsdóttir.

Hrafnkell var með foreldrum sínum í æsku, ólst upp í Eyjum, á Eyrarbakka og í Rvk.
Hann lauk 3. stigs skipstjórnarréttinda- og varðskipaprófi í Stýrimannaskólanum í Rvk 1962, var við nám í sjómælingum í Bandaríkjunum 1966 til 1967, lauk stúdentsprófi í Öldungadeild MH 1978 og svo prófi í uppeldis- og kennslufræðum í Kennaraskóla Íslands 1986.
Hann var um árabil sjómaður á fiskiskipum og farskipum, stýrimaður hjá Landhelgisgæslunni 1957 til 1962 (var m.a. handtekinn af Bretum í fyrsta Þorskastríðinu), vann við sjómælingar hjá Sjómælingum Íslands og loks stærðfræðikennari við Stýrimannaskólann. Hann var einnig meðdómari í sjóprófum og átti sæti í Siglingadómi í nokkur ár.
Þau Svava giftu sig 1956, eignuðust þrjú börn. Svava lést 2007 og Hrafnkell 2017.

I. Kona Hrafns, (2. júní 1956), var Svava Björnsdóttir frá Siglufirði, sjúkraliði, verslunarmaður, fornbókasali, f. 10. nóvember 1932, d. 10. maí 2007 í Rvk.
Börn þeirra:
1. Soffía Hrafnkelsdóttir viðskiptafræðingur, fjármálastjóri í Bandaríkjunum, f. 7. janúar 1958. Maður hennar Einar Gunnar Einarsson.
2. Helga Jóhanna Hrafnkelsdóttir hjúkrunarfræðingur, f. 16. mars 1960. Maður hennar Pálmi Karlsson, látinn.
3. Heimir Hrafnkelsson verslunarmaður, f. 20. október 1965.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Heimaslóð.
  • Íslendingabók.
  • Morgunblaðið 7. júlí 2017. Minning.
  • Prestþjónustubækur.
  • Skipstjóra- og stýrimannatal. Guðmundur Jakobsson. Ægisútgáfan 1979.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.