Kolbeinn Guðjónsson (sjómaður)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
Kolbeinn Guðjónsson.

Kolbeinn Guðjónsson frá Rauðafelli við Vestmannabraut 58B, sjómaður, vélstjóri, starfsmaður Verðlagseftirlitsins fæddist 3. ágúst 1928 á Brekkum í Hvolhreppi og lést 19. september 2004 á hjúkrunarheimilinu Skjóli.
Foreldrar hans voru Guðjón Guðjónsson verkamaður, fornbókasali, f. 5. apríl 1902, d. 20. september 1985, og kona hans Helga Jóhanna Hallgrímsdóttir húsfreyja, f. 7. júlí 1899, d. 1. janúar 1975.

Börn Helgu og Guðjóns:
1. Hrafnkell Guðjónsson stýrimaður, sjómælingamaður, framhaldsskólakennari, f. 17. mars 1931 á Rauðafelli, d. 10. maí 2007. Kona hans Svava Björnsdóttir.
2. Kolbeinn Guðjónsson sjómaður, f. 3. ágúst 1928, d. 19. september 2004. Kona hans Kristín Kristinsdóttir.

Kolbeinn var með foreldrum sínum í æsku, í Brekkum, á Rauðafelli, á Eyrarbakka og í Rvk.
Hann varð gagnfræðingur í Ingimarsskólanum í Rvk, varð vélstjóri hjá Fiskifélaginu.
Kolbeinn var vélstjóri á fiskibátum frá Rvk, síðan vann hann hjá Verðlagseftirlitinu. Síðustu 22 starfsár sín 1971 til 1994 var hann vélstjóri á ýmsum skipum Eimskipafélags Íslands.
Þau Kristín giftu sig 1953, eignuðust tvö börn.
Kolbeinn lést 2004 og Kristín 2023.

I. Kona Kolbeins, (2. ágúst 1953), var Kristín Kristinsdóttir húsfreyja, afgreiðslumaður, ritari, f. 27. júní 1931, d. 4. desember 2023. Foreldrar hennar voru Kristinn Ingvarsson organisti, bifreiðastjóri, f. 27. júní 1892, d. 24. júlí 1965, og kona hans Guðrún Helga Sigurðardóttir, f. 30. september 1901, d. 2. nóvember 1994.
Börn þeirra:
1. Guðjón Kolbeinsson yfirvélstjóri hjá Samskipum, f. 15. febrúar 1957. Kona hans Jónína Pálsdóttir.
2. Gunnvör Kolbeinsdóttir leikskólastjóri í Hveragerði, f. 18. desember 1959. Maður hennar Garðar R. Árnason.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.