Friðrik Ragnarsson (bifreiðastjóri)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 24. september 2024 kl. 15:01 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 24. september 2024 kl. 15:01 eftir Viglundur (spjall | framlög)
(breyting) ←Fyrri útgáfa | Nýjasta útgáfa (breyting) | Næsta útgáfa→ (breyting)
Fara í flakk Fara í leit

Friðrik Helgi Ragnarsson bifreiðastjóri fæddist 12. febrúar 1941 í Hákonarhúsi við Kirkjuveg 88.
Foreldrar hans voru Ragnar Axel Helgason lögregluþjónn, f. 20. febrúar 1918 á Kálfatjörn á Vatnsleysuströnd, d. 27. janúar 1995, og kona hans Vilborg Hákonardóttir húsfreyja, f. 1. júní 1917 í Merkinesi í Höfnum, Gull., d. 3. apríl 1995.

Börn Vilborgar og Ragnars:
1. Friðrik Helgi Ragnarsson, f. 12. febrúar 1941 á Kirkjuvegi 88.
2. Anna Birna Ragnarsdóttir, f. 18. september 1948 á Brimhólabraut 11.
3. Hafsteinn Ragnarsson, f. 1. desember 1952 á Brimhólabraut 11.
4. Ómar Ragnarsson, f. 14. júlí 1958, d. 22. nóvember 2000.

Friðrik var með foreldrum sínum í æsku.
Að loknu skyldunámi varð hann sjómaður til 1973. Hann keypti sendibíl í Reykjavík og flutti hann til Eyja, vann með honum til 1985. Hann stundaði sjómennsku af og til, en vann hjá Vinnslustöðinni til 1992 og síðar var hann vörubílstjóri og lyftaramaður þar, en síðan fastur starfsmaður í Ísfélaginu í 10 ár.
Þau Erla giftu sig 1965, eignuðust tvö börn. Þau bjuggu lengst við Áshamar 4.
Erla lést 2020.

I. Kona Friðriks, (30. maí 1965), var Erla Víglundsdóttir húsfreyja, fiskiðnaðarkona, f. 4. september 1944, d. 9. maí 2020.
Börn þeirra:
1. Sigurður Vignir Friðriksson verkamaður, sjómaður, matsveinn í Reykjavík, f. 21. mars 1964.
2. Vilborg Friðriksdóttir húsfreyja, verkakona í Eyjum, f. 23. nóvember 1965. Maður hennar Sigmar Þröstur Óskarsson Þórarinssonar.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.