Ragnar Helgason (lögreglumaður)

From Heimaslóð
Jump to navigation Jump to search

Ragnar Axel Helgason frá Kálfatjörn á Vatnsleysuströnd, Gull., lögreglumaður fæddist þar 20. febrúar 1918 og lést 27. janúar 1995.
Foreldrar hans voru Helgi Jónsson bóndi, múrari í Tungu við Reykjavík, á Kálfatjörn á Vatnsleysuströnd, á Geithálsi og á Selalæk á Rangárvöllum, síðast í Kotvogi í Höfnum, f. 25. nóvember 1883 í Pálsbæ á Seltjarnarnesi, d. 3. apríl 1939, brann inni í Kotvogi. Kona hans og móðir Ragnars var Friðrika Þorláksína Pétursdóttir frá Hafnarfirði, húsfreyja, f. 19. febrúar 1882, d. 31. janúar 1933.

Ragnar var með foreldrum sínum í æsku.
Hann var sjómaður, síðar lögreglufulltrúi í Eyjum, starfaði í lögreglunni frá 1951-1988.
Ragnar átti trillu, sem hann stjórnaði.
Þau Vilborg giftu sig 1941, eignuðust fjögur börn. Þau bjuggu í fyrstu við Kirkjuveg 88, síðar við Brimhólabraut 11.
Ragnar lést í janúar 1995 og Vilborg í apríl 1995.

I. Kona Ragnars, (1. júní 1941), var Vilborg Hákonardóttir frá Hákonarhúsi við Kirkjuveg 88, húsfreyja f. 1. júní 1917 í Merkinesi í Höfnum, Gull., d. 3. apríl 1995.
Börn þeirra:
1. Friðrik Helgi Ragnarsson vörubifreiðastjóri, f. 12. febrúar 1941 á Kirkjuvegi 88. Kona hans Erla Víglundsdóttir, látin.
2. Anna Birna Ragnarsdóttir sjúkraliði, f. 18. september 1948 á Brimhólabraut 11. Barnsfeður hennar Gunnar Hilmar Tómasson, Paul Uzureau og Sigurður Magnússon.
3. Hafsteinn Ragnarsson, f. 1. desember 1952 á Brimhólabraut 11. Kona hans Steinunn Hjálmarsdóttir.
4. Ómar Ragnarsson, f. 14. júlí 1958, d. 22. nóvember 2000.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.