Guðrún Ingibergsdóttir (Sandfelli)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 31. maí 2024 kl. 18:43 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 31. maí 2024 kl. 18:43 eftir Viglundur (spjall | framlög)
(breyting) ←Fyrri útgáfa | Nýjasta útgáfa (breyting) | Næsta útgáfa→ (breyting)
Fara í flakk Fara í leit

Guðrún Ingibergsdóttir frá Sandfelli við Vestmannabraut 36, húsfreyja fæddist þar 20. desember 1944.
Foreldrar hennar voru Ingibergur Gíslason frá Eyrarbakka, vélstjóri, skipstjóri, f. 16. janúar 1897, d. 15. janúar 1987, og síðari kona hans Lovísa Guðmundsdóttir frá Vallarhjáleigu í Flóa, húsfreyja, f. 30. september 1910, d. 29. maí 2000.

Börn Lovísu og Ingibergs:
1. Guðrún Ingibergsdóttir húsfreyja, f. 20. desember 1944 á Sandfelli.
2. Guðmunda Ingibergsdóttir húsfreyja, f. 2. september 1948 á Sandfelli.
Börn Ingibergs og Árnýjar Guðjónsdóttur:
3. Guðjón Ingibergsson sjómaður, f. 25. september 1928 á Þorvaldseyri, d. 16. nóvember 1989.
4. Jónína Margrét Ingibergsdóttir húsfreyja, verkakona, f. 5. júní 1931 á Grímsstöðum, d. 8. desember 2014.
5. Matthías Ingibergsson skipstjóri, útgerðarmaður, f. 22. janúar 1933 á Grímsstöðum, d. 31. október 2006.
6. Inga Hallgerður Ingibergsdóttir , f. 21. maí 1937 í Hvammi, síðast í Hrísey, d. 11. desember 1990.
7. Árný Ingibjörg Ingibergsdóttir, f. 20. júní 1943 á Sandfelli, d. 2. maí 1989.

Guðrún var með foreldrum sínum í æsku.
Hún varð 4. bekkjar gagnfræðingur í Gagnfræðaskólanum 1961.
Þau Ágúst Ingvi giftu sig, eignuðust þrjú börn. Þau bjuggu á Faxastíg 23.

I. Maður Guðrúnar er Ágúst Ingvi Þórarinsson frá Mjölni við Skólaveg, vélstjóri, f. 1. desember 1943.
Börn þeirra:
1. Sigrún Ágústsdóttir, f. 11. apríl 1967.
2. Lovísa Inga Ágústsdóttir, f. 19. ágúst 1970.
3. Þórey Ágústsdóttir, f. 29. maí 1979.



Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.