Hjálmar Guðmundsson (vélfræðingur)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 21. mars 2024 kl. 18:03 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 21. mars 2024 kl. 18:03 eftir Viglundur (spjall | framlög)
Fara í flakk Fara í leit
Hjálmar Guðmundsson.

Hjálmar Guðmundsson vélstjóri fæddist 14. september 1948 í Bergholti við Vestmannabraut 67.
Foreldrar hans voru Guðmundur Kristinn Ólafsson vélstjóri, birgðavörður, f. 23. ágúst 1918, d. 4. mars 2002, og kona hans Guðrún Sigurjónsdóttir húsfreyja, f. 19. júlí 1925, d. 6. ágúst 2021.

Börn Guðrúnar og Guðmundar Kristins:
1. Hjálmar Guðmundsson vélfræðingur í Vestmannaeyjum, f. 14. september 1948 í Bergholti. Kona hans Sveininna Ásta Bjarkadóttir.
2. Ólafur Guðmundsson vélfræðingur, f. 7. nóvember 1952 á Sjúkrahúsinu. Kona hans Lilja Júlíusdóttir, látin. Kona hans Hrefna Guðjónsdóttir.
3. Sigurjón Guðmundsson bankastarfsmaður, f. 15. júní 1954 að Brimhólabraut 13.
4. Guðni Guðmundsson tölvunarfræðingur, f. 28. júní 1959 á Sjúkrahúsinu. Kona hans Þórdís Njarðardóttir.
5. Sigrún Guðmundsdóttir matvælafræðingur í Hafnarfirði, f. 9. mars 1962 að Brimhólabraut 13. Maður hennar Bergur Helgason.

Hjálmar var með foreldrum sínum í æsku, í Bergholti og við Brimhólabraut 13.
Hann lauk hinu minna vélstjóraprófi í Eyjum 1966, 2. stigi í Vélskóla Íslands í Eyjum 1971 og 4. stigi í Reykjavík 1973, lauk sveinsprófi í vélvirkjun 1976.
Hjálmar var 1. vélstjóri á Ísleifi III. VE 1966, 2. vélstjóri á Kap VE 1967, 1. vélstjóri á Ver VE 1968-1970, 2. vélstjóri á Leó VE sumarið 1971 og á Þórunni Sveinsdóttur VE sumarið 1972, 1. vélstjóri á Stakki VE sumarið 1973. Hann var í vélvirkjanámi í Vélsmiðjunni Héðni hf. 1974, og í Vélsmiðjunni Völundi í Eyjum 1975-1976, en hefur síðan verið vélstjóri á ms. Herjólfi.
Hjálmar var um skeið í stjórn Vélstjórafélags Vestmannaeyja.
Þau Sveinsína Ásta giftu sig 1978, eignuðust þrjú börn. Þau bjuggu við Hólagötu 47.
Sveinsína Ásta lést 2010.

I. Kona Hjálmars, (21. október 1978), var Sveininna Ásta Bjarkadóttir frá Siglufirði, húsfreyja, matráðskona, f. 12. apríl 1949, d. 22. október 2010.
Börn þeirra:
1. Hafsteinn Hjálmarsson, f. 1. nóvember 1975 í Eyjum.
2. Reynir Hjálmarsson, f. 28. febrúar 1977 í Eyjum. Sambúðarkona hans María Ásgeirsdóttir.
3. Bjarki Hjálmarsson, f. 28. febrúar 1988 í Eyjum. Unnusta hans Birna Karen Björnsdóttir.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Íslendingabók.
  • Prestþjónustubækur.
  • Vélstjóra- og vélfræðingatal. Ritstjórar: Þorsteinn Jónsson og Franz Gíslason. Þjóðsaga 1996 og 1997.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.