Esther Ágústsdóttir (Aðalbóli)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 10. desember 2023 kl. 13:07 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 10. desember 2023 kl. 13:07 eftir Viglundur (spjall | framlög) (Verndaði „Esther Ágústsdóttir (Aðalbóli)“ ([Breyta=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn) [Færa=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn)))
(breyting) ←Fyrri útgáfa | Nýjasta útgáfa (breyting) | Næsta útgáfa→ (breyting)
Fara í flakk Fara í leit

Esther Ágústsdóttir frá Aðalbóli, ljósmyndari fæddist 30. september 1928 og lést 31. júlí 1967.
Foreldrar hennar voru Ágúst Þórðarson fiskimatsmaður á Aðalbóli, f. 22. ágúst 1893, d. 26. ágúst 1977, og kona hans Viktoría Guðmundsdóttir húsfreyja, f. 22. febrúar 1897, d. 12. janúar 1995.

Börn Viktoríu og Ágústs:
1. Betsý Gíslína Ágústsdóttir húsfreyja, f. 28. nóvember 1919, d. 22. apríl 2016.
2. Magnús Þórður Ágústsson bifreiðastjóri, f. 7. maí 1921, d. 17. júlí 1986.
3. Guðmundur Siggeir Ágústsson verslunarmaður, f. 25. október 1922, d. 17. október 2006.
4. Elín Jóhanna Ágústsdóttir húsfreyja, f. 12. júní 1925.
5. Esther Ágústsdóttir húsfreyja, ljósmyndari, f. 30. september 1928, d. 31. júlí 1967.
6. Viktoría Ágústa Ágústsdóttir húsfreyja, kennari, starfsmaður á bókasafni, útgerðarmaður, f. 9. október 1937 á Aðalbóli, d. 4. apríl 2020.

Esther var með foreldrum sínum í æsku.
Hún varð 3. bekkjar gagnfræðingur í Gagnfræðaskólanum í Eyjum 1945, lærði ljósmyndaiðn í Reykjavík og stundaði framhaldsnám í Bandaríkjunum.
Esther vann við ljósmyndun í Reykjavík.
Þau Sigurður Ragnar giftu sig, eignuðust eitt barn, sem lést nýfætt.
Sigurður lést 1954.
Þau Gunnar giftu sig, eignuðust ekki barn saman.
Esther lést 1967 og Gunnar 1991.

I. Maður Estherar var Sigurður Ragnar Þórðarson bifreiðastjóri í Rvk, f. 16. júlí 1926, d. 15. maí 1954. Foreldrar hans voru Þórður Sigurðsson, f. 23. september 1886, d. 12. júní 1980, og Þóra Ágústa Ólafsdóttir, f. 19. september 1898, d. 25. apríl 1983.
Barn þeirra:
1. Drengur Sigurðsson, f. 12. október 1949, d. 31. október 1949.

II. Maður Estherar var Gunnar Mekkinósson húsgagnabólstrari, kaupmaður, f. 10. maí 1927, d. 14. janúar 1991. Foreldrar hans Mekkinó Björnsson stórkaupmaður, f. 17. júlí 1900, d. 2. febrúar 1963, og Dagmar Þorláksdóttir, f. 23. júlí 1899, d. 10. júlí 1973.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.