Sigurður Eyjólfsson (Háaskála)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 29. nóvember 2023 kl. 09:54 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 29. nóvember 2023 kl. 09:54 eftir Viglundur (spjall | framlög) (Verndaði „Sigurður Eyjólfsson (Háaskála)“ ([Breyta=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn) [Færa=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn)))
(breyting) ←Fyrri útgáfa | Nýjasta útgáfa (breyting) | Næsta útgáfa→ (breyting)
Fara í flakk Fara í leit
Sigurður Eyjólfsson.

Sigurður Eyjólfsson frá Háaskála, farmaður fæddist 10. ágúst 1919 á Skaftafelli og lést 17. október 1976.
Foreldrar hans voru Eyjólfur Guðmundsson frá Snjallsteinshöfða á Landi (Árbakka), sjómaður, verkamaður, f. 7. febrúar 1868, d. 15. desember 1946, og kona hans Rósamunda Jónsdóttir frá Vémundarstöðum í Ólafsfirði, húsfreyja, f. 29. maí 1889.

Börn Rósamundu og Eyjólfs:
1. Sigurður Eyjólfsson sjómaður, f. 10. ágúst 1919 á Skaftafelli, d. 17. október 1976.
2. Bárður Eyjólfsson, f. 4. september 1921 í Háaskála, d. 19. apríl 1932.

Sigurður var með foreldrum sínum í barnæsku, en missti móður sína um sex ára aldur. Móðir hans er í Háaskála 1924 en ekki 1925 né síðar.
Hann lauk hinu minna fiskimannaprófi í Eyjum 1945 og farmannaprófi í Stýrimannaskólanum í Reykjavík 1951 með ágætiseinkunn og verðlaunum fyrir frammistöðu sína.
Sigurður var sjómaður frá 16 ára aldri, var lengi farmaður á skipum Jökla hf., en síðustu árin vann hann í Söginni við Höfðatún í Rvk.

Það sama vor, er hann útskrifaðist úr Stýrimannaskólanum, kvæntist hann útlendri konu og eignaðist með henni stúlkubarn. Hjónabandið varð stutt. Þær mæðgur fluttust utan, þegar dóttirin var aðeins 9 mánaða gömul. Vinir Sigurðar segja að hann hafi ekki orðið samur maður eftir það.
Hann lést 1976 í Flensborg. Lík hans fannst þar í höfninni.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.