Eyjólfur Guðmundsson (Skaftafelli)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit

Eyjólfur Guðmundsson frá Snjallsteinshöfða, sjómaður, verkamaður fæddist 7. febrúar 1868, d. 15. desember 1946.
Foreldrar hans voru Guðmundur Sigurðsson bóndi, f. 15. júlí 1832, d. 14. ágúst 1887, og kona hans Guðríður Eyjólfsdóttir húsfreyja, f. 8. júlí 1834, d. 22. desember 1908.

Eyjólfur var með foreldrum sínum í æsku, var á Snjallsteinshöfða 1870 og 1880, vinnumaður á Lundi 1910, bjó á Skaftafelli 1919, verkamaður í Háaskála við Brekastíg 11B 1930.

Þau Rósamunda bjuggu í Litla-Gerði við giftingu 1918, á Skaftafelli 1919, í Háaskála 1920.

Kona Eyjólfs, (12. október 1918), var Rósamunda Jónsdóttir, f. 29. maí 1889.
Börn þeirra:
1. Sigurður Eyjólfsson sjómaður, f. 10. ágúst 1919 á Skaftafelli, d. 17. október 1976.
2. Bárður Eyjólfsson, f. 4. september 1921 í Háaskála, d. 19. apríl 1932.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.