Tómas Sigurðsson (Efra-Hvoli)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 31. ágúst 2024 kl. 13:28 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 31. ágúst 2024 kl. 13:28 eftir Viglundur (spjall | framlög)
(breyting) ←Fyrri útgáfa | Nýjasta útgáfa (breyting) | Næsta útgáfa→ (breyting)
Fara í flakk Fara í leit

Tómas Elías Sigurðsson frá Efra-Hvoli, vélvirki fæddist 30. mars 1914 í Dvergasteini og lést 26. janúar 1994.
Foreldrar hans voru Sigurður Bergsson verkamaður á Efra-Hvoli, f. 19. nóvember 1879 í Varmahlíð u. Eyjafjöllum, d. 27. ágúst 1943, og kona hans Jónína Sigurbjörg Jónsdóttir húsfreyja, f. 8. maí 1884 í Núpakoti u. Eyjafjöllum, d. 16. nóvember 1963.

Börn Sigurbjargar og Sigurðar voru:
1. Sveinn Þórarinn Sigurðsson bifreiðastjóri, f. 23. maí 1905 í Steinum u. Eyjafjöllum, d. 11. júní 1996.
2. Guðlaugur Kjartan Sigurðsson, f. 22. september 1911 í Dvergasteini, d. 27. september 1911.
3. Tómas Elías Sigurðsson vélvirki, f. 30. mars 1914 í Dvergasteini, d. 26. janúar 1994.
4. Elínborg Dagmar Sigurðardóttir húsfreyja í Kópavogi, f. 8. september 1915 í Dvergasteini, d. 9. júlí 1991.

Tómas var með foreldrum sínum til fullorðinsára.
Hann vann ýmsa verkamannavinnu, með föður sínum hjá Gísla J. Johnsen og víðar.
Tómas vann við bílaviðgerðir hjá Sigurjóni Jónssyni við Strandveginn og tók við af honum, rak verkstæðið áratugum saman..
Þar hannaði hann og smíðaði handknúnar vörubílssturtur, sem urðu notaðar talsvert um skeið.
Tómas var tónelskur og eftir hann lifir Sæsavalsinn (Sæsi var gælunafn Tómasar).
Þau Elísabet Hrefna eignuðust Ernu í Hvíld 1937, giftu sig 1941 og bjuggu allan sinn búskap á Efra-Hvoli, eignuðust þrjú börn.
Elísabet Hrefna lést 1984 og Tómas 1994.

I. Kona Tómasar, (13. september 1941), var Elísabet Hrefna Eyjólfsdóttir húsfreyja, f. 8. júní 1913 í Presthúsum, d. 13. júlí 1984.
Börn þeirra:
1. Erna Tómasdóttir, f. 29. desember 1937 á Faxastíg 14, Hvíld. Maður hennar Guðjón Stefánsson.
2. Hrefna Guðbjörg Tómasdóttir, f. 28. janúar 1942 á Efra-Hvoli. Maður hennar Kristinn Pálsson.
3. Sigurjón Arnar Tómasson, f. 21. febrúar 1946 á Efra-Hvoli. Kona hans María Ragnhildur Ragnarsdóttir.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.