Kristinn Pálsson (á heflinum)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit

Sjá aðgreiningarsíðuna fyrir aðra sem hafa borið nafnið „Kristinn Pálsson


Kristinn Viðar Pálsson

Kristinn Viðar Pálsson fæddist 4. nóvember 1938 og lést 10. ágúst 2006. Eyjamenn þekkja ef til vill betur til hans undir nafninu Kiddi á heflinum en það var hann kallaður vegna þess að aðalstarf hans frá upphafi var malarnám og grjótmulningur. Malarnám skilur eftir sig sár en þau hefur Kiddi viljað græða á einhvern hátt og hans aðferð við það er að útbúa grjótskúlptúra og efnið sækir hann í nágrennið.

Árið 1952 byrjaði Kiddi í malarnáminu inn í Herjólfsdal. Fyrsta verkefnið var að mala grjót í hús Útvegsbankans við Kirkjuveg, sem var verið að byggja í Eyjum. Auk þess að mala grjót var hann á veghefli bæjarins og við hann er Kiddi kenndur.

Á yngri árum var Kiddi í myndlistarskóla hjá Páli Steingrímssyni. Árið 1995 byrjaði Kiddi að reisa grjótskúlptúra. Þekktastur þeirra er líklega hin 4 metra háa Auróra, sem horfir til hafs á brúninni vestan við Viðlagafjöru á Nýja hrauninu.

Auróra eftir Kristinn Viðar Pálsson

Heimildir

  • Ómar Garðarsson, Morgunblaðið 18. maí 2006.