Jóhann Magnús Magnússon
Jóhann Magnús Magnússon bóndi í Hafnarnesi í Stöðvarsókn í Stöðvarfirði fæddist 24. desember 1890 og lést 20. desember 1969.
Foreldrar hans voru Magnús frá Færeyjum, sjávarbónda í Hafnarnesi 1890, f. 21. september 1853, d. 12. febrúar 1924, Andrésson (Andreas), f. 19. febrúar 1818, d. 28. janúar 1882, Magnússonar (Magnussen), og konu Andrésar, Elisabeth Cathrine Joensdatter, f. 1818, d. 13. desember 1888.
Móðir Jóhanns Magnúsar og kona Magnúsar í Hafnarnesi var Björg húsfreyja, f. 23. september 1857, d. 22. nóvember 1947, Guðmundsdóttir bónda í Hafnarnesi í Stöðvarsókn 1860, f. 6. nóvember 1826, d. 10. mars 1893, Einarssonar, og konu Guðmundar Einarssonar í Hafnarnesi, Þuríðar húsfreyju, f. 1826, Einarsdóttur.
Þau Guðríður dvöldu síðustu ár sín hjá Magnúsi syni sínum á Hrauni.
I. Kona Jóhanns Magnúsar í Hafnarnesi var Guðríður Lúðvíksdóttir húsfreyja í Hafnarnesi, síðar á Hrauni við Landagötu 4, f. í Stöðvarsókn í S-Múl. 2. júní 1893, d. 30. maí 1969.
Börn þeirra í Eyjum:
1. Þórey Jóhannsdóttir húsfreyja, f. 17. ágúst 1918, d. 22. mars 1999.
2. Magnús Jóhannsson á Hrauni, sjómaður, ljóðskáld, f. 28. desember 1928, d. 26. júní 1987.
Heimildir
- Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
- Íslendingabók.
- Ættir Austfirðinga. Einar Jónsson og fleiri. Austfirðingafélagið í Reykjavík 1953-1968.
Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.