Ægir Jónsson (skipstjóri)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 19. september 2023 kl. 19:51 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 19. september 2023 kl. 19:51 eftir Viglundur (spjall | framlög) (Verndaði „Ægir Jónsson (skipstjóri)“ ([Breyta=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn) [Færa=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn)))
(breyting) ←Fyrri útgáfa | Nýjasta útgáfa (breyting) | Næsta útgáfa→ (breyting)
Fara í flakk Fara í leit
Ægir Jónsson.

Ægir Jónsson stýrimaður, skipstjóri fæddist 7. febrúar 1951.
Foreldrar hans voru Jón Gunnarsson frá Horninu við Vestmannabraut 1, skipasmíðameistari, f. 2. desember 1927, d. 4. desember 2005, og kona hans Guðbjörg Guðlaugsdóttir frá Sólbergi við Brekastíg 33, húsfreyja, f. 21. apríl 1930, d. 22. ágúst 2013.

Ægir var með foreldrum sínum.
Hann lauk farmannaprófi í Stýrimannaskólanum í Reykjavík 1975.
Hann hóf sjómennsku hjá Eimskip 1970, var viðvaningur, háseti, var stýrimaður og skipstjóri á ýmsum Fossum í 24-25 ár, síðast skipstjóri á Goðafossi.
Þau Svava giftu sig, eignuðust þrjú börn.

I. Kona Ægis er Svava Gestsdóttir húsfreyja, f. 15. júní 1946. Foreldrar hennar Gestur Guðjónsson frá Bæ í Lóni, sjómaður, vélstjóri, útgerðarmaður, f. 26. febrúar 1918, d. 1. nóvember 2010, og síðari kona hans Svava Sigurrós Hannesdóttir frá Hannesarbæ í Keflavík, húsfreyja, f. 29. ágúst 1914, d. 17. janúar 2008.
Börn þeirra:
1. Jökull Þór Ægisson sjómaður, f. 7. júní 1976. Kona hans Þórdís Sigfúsdóttir.
2. Ragnar Þór Ægisson bílasali, f. 9. ágúst 1981. Kona hans Karen Árnadóttir.
3. Ægir Þór Ægisson bílasali, f. 5. júní 1986. Kona hans Harpa Rún Helgadóttir.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Íslendingabók.
  • Prestþjónustubækur.
  • Skipstjóra- og stýrimannatal. Guðmundur Jakobsson. Ægisútgáfan 1979.
  • Ægir.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.