Hildur Magnúsdóttir (Hólmi)
Hildur Margrét Magnúsdóttir frá Hólmi, húsfreyja fæddist 24. ágúst 1941 í Reykjavík.
Foreldrar hennar voru Magnús Guðbjartsson, f. 26. febrúar 1913 í Kollsvík, V.-Barð., d. 28. febrúar 1941, og kona hans Ólöf Sveinsdóttir frá Viðfirði, S.-Múl., f. 18. janúar 1916, d. 8. nóvember 1983.
Fósturfaðir Hildar frá fimm ára aldri var Kolbeinn Stefánsson frá Skuld, f. 21. nóvember 1914, d. 25. ágúst 1977.
Barn Ólafar og Magnúsar Guðbjartssonar:
1. Hildur Margrét Magnúsdóttir húsfreyja, f. 24. ágúst 1941 í Reykjavík.
Barn Ólafar og Kolbeins Stefánssonar:
2. Margrét Kolbeinsdóttir húsfreyja, f. 28. júní 1946 í Reykjavík.
Faðir Hildar dó fyrir fæðingu hennar. Hún var með móður sinni, síðan með henni og Kolbeini á Laugavegi 159A og fylgdi þeim til Eyja 1947.
Þau Elías giftu sig 1959, eignuðust fjögur börn. Þau bjuggu í fyrstu á Hólmi, þá á Hásteinsvegi 50 1964-1971, en síðan í Hrauntúni 28.
Elías lést 2016. Hildur býr í Hrauntúni.
I. Maður Hildar, (19. september 1959), var Elías Björnsson sjómaður, stýrimaður, verkalýðsfrömuður, f. 5. september 1937 á Hámundarstöðum í Vopnafirði, d. 26. desember 2016 á Sjúkrahúsinu.
Börn þeirra:
1. Ólöf Aðalheiður Elíasdóttir húsfreyja, íþróttakennari, f. 8. janúar 1958. Maður hennar Björgvin Eyjólfsson.
2. Björn Elíasson kennari, f. 20. janúar 1960. Kona hans [[Emilía M. Hilmarsdóttir (lyfjatæknir)|Emilía María Hilmarsdóttir.
3. Kolbrún Elíasdóttir húsfreyja, skrifstofumaður, f. 16. júní 1964. Maður hennar Björn Bjarnason.
4. Magnús Elíasson tölvunarfræðingur, f. 5. mars 1980. Kona hans Harpa Hauksdóttir.
Heimildir
- Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
- Hildur.
- Íslendingabók.is.
- Prestþjónustubækur.
Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.