Margrét Scheving Pálsdóttir

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 29. júlí 2023 kl. 14:05 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 29. júlí 2023 kl. 14:05 eftir Viglundur (spjall | framlög) (Verndaði „Margrét Scheving Pálsdóttir“ ([Breyta=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn) [Færa=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn)))
Fara í flakk Fara í leit

Margrét Pálsdóttir Scheving húsfreyja fæddist 27. september 1944.
Foreldrar hennar voru Páll Scheving rafvirki, vélstjóri, vélgæslumaður, verkstjóri, verksmiðjustjóri, kennari, f. 21. janúar 1904, d. 15. apríl 1990, og kona hans Jónheiður Steingrímsdóttir húsfreyja, leikari, f. 24. júlí 1907, d. 25. desember 1974.

Börn Jónheiðar og Páls:
1. Helga Rósa Scheving, f. 15. desember 1930, d. 4. júlí 2022.
2. Sigurgeir Scheving, f. 8. janúar 1935, d. 24. október 2011.
3. Margrét Scheving Pálsdóttir, f. 27. september 1944.

Margrét var með foreldrum sínum í æsku, á Hjalla við Vestmannabraut 57.
Hún nam í M.A. um skeið.
Þau Ingvar giftu sig 1963, eignuðust þrjú börn, en skildu.
Þau Þorvaldur giftu sig, eignuðust eitt barn. Þau búa á Spáni.

I. Maður Margrétar, (27. september 1963, skildu), er Ingvar Júlíus Viktorsson kennari, f. 9. apríl 1942. Foreldrar hans voru Viktor Þorvaldson vélgæslumaður, verkamaður, f. 1. nóvember 1911, d. 20. október 1997, og kona hans Guðrún Ingvarsdóttir húsfreyja, f. 19. maí 1922, d. 1. september 2010.
Börn þeirra:
1. Páll Scheving Ingvarsson vélvirki, starfsmaður Ísfélagsins, f. 24. janúar 1963. Kona hans Hafdís Kristjánsdóttir Óskarssonar.
2. Viktor Ingvarsson í Hafnarfirði, skipstjóri, býr á Spáni, f. 20. desember 1964. Kona hans Eybna Fossádal frá Færeyjum.
3. Heiðrún Ingvarsdóttir verkefnisstjóri, leikskólakennari, f. 30. desember 1966. Maður hennar Erling Ragnar Erlingsson.

II. Maður Margrétar er Þorvaldur Halldórsson frá Siglufirði, f. 29. október 1944. Foreldrar hans Halldór Jón Þorleifsson, f. 12. mars 1908, d. 24. ágúst 1980, og Ása Jónasdóttir húsfreyja, f. 21. janúar 1916, d. 11. febrúar 1998.
Barn þeirra:
4. Þorvaldur Kristinn Þorvaldsson framkvæmdastjóri í Þýskalandi, f. 21. apríl 1979. Kona hans Isabella.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Íslendingabók.
  • Kennaratal á Íslandi. Ólafur Þ. Kristjánsson og fleiri. Prentsmiðjan Oddi 1958-1988.
  • Prestþjónustubækur.
  • Ættingjar.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.