Hulda Sigurbjörnsdóttir

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 27. maí 2023 kl. 14:15 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 27. maí 2023 kl. 14:15 eftir Viglundur (spjall | framlög) (Verndaði „Hulda Sigurbjörnsdóttir“ ([Breyta=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn) [Færa=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn)))
(breyting) ←Fyrri útgáfa | Nýjasta útgáfa (breyting) | Næsta útgáfa→ (breyting)
Fara í flakk Fara í leit
Sigríður Hulda Sigurbjörnsdóttir.

Sigríður Hulda Sigurbjörnsdóttir frá Syðstu-Grund u. Eyjafjöllum, húsfreyja fæddist þar 29. september 1934 og lést 13. janúar 2023.
Foreldrar hennar voru Sigurbjörn Sigurðsson frá Syðstu-Grund, bóndi, bjó síðar í Eyjum, f. 15. september 1896, d. 29. mars 1971, og kona hans Jóhanna Sigríður Tryggvadóttir frá Brimnesi á Langanesi, húsfreyja, f. þar 17. ágúst 1900, d. 25. apríl 1975.

Börn Jóhönnu og Sigurbjörns:
1. Sigurður Tryggvi Sigurbjörnsson sjómaður í Reykjavík, f. 12. júní 1926, d. 28. febrúar 1959, ókv.
2. Sigmar Sigurbjörnsson sjómaður, verktaki, f. 6. nóvember 1929, d. 13. mars 1997. Hann bjó í Vancouver í Kanada og í Seattle í Bandaríkjunum, ókvæntur.
3. Guðbjörg Sigurbjörnsdóttir húsfreyja í Bandaríkjunum, f. 5. júní 1931, d. 2009. Maður hennar Roy Canapa.
4. Júlíus Óskar Sigurbjörnsson sjómaður, starfsmaður Skeljungs, f. 1. júní 1933, d. 4. júlí 2013. Kona hans Hanna Jónsdóttir, látin.
5. Sigríður Hulda Sigurbjörnsdóttir húsfreyja, skrifstofumaður, f. 29. september 1934, d. 13. janúar 2023. Maður hennar Þórður Jóhann Ólafur Kristófersson, látinn.
6. Marinó Sigurbjörnsson sjómaður, bjó að síðustu í Bandaríkjunum, starfsmaður á veitingahúsi þar, f. 22. október 1935, d. 31. júlí 2019.

Hulda var með foreldrum sínum.
Hún vann venjuleg sveitastörf, síðar við fiskiðnað. Í Reykjavík vann hún við skjalahald hjá gjaldheimtunni og ræstingar hjá landlækni og heilbrigðisráðuneytinu og vann í eldhúsi á BUGL við Dalbraut.
Þau Hörður hófu sambúð, eignuðust tvö börn, en skildu. Þau bjuggu við Hólagötu 21.
Þau Þórður giftu sig 1960, eignuðust þrjú börn. Þau bjuggu í Ljárskógum 14 í Reykjavík.
Þórður lést 2018 og Hulda 2023.

I. Sambúðarmaður Huldu er Hörður Arason frá Akurey, vélstjóri, umboðsmaður, útgerðarmaður, f. þar 8. október 1932.
Börn þeirra:
1. Jóhanna Sigurbjörg Huldudóttir, sjálfstæður atvinnurekandi í Danmörku, f. 30. nóvember 1953 á Hólagötu 21. Maður hennar Þorkell Jóhann Pálsson.
2. Skúli Eyfeld Harðarson rafvirkjameistari í Grindavík, f. 29. október 1955 á Brimhólabraut 27. Kona hans Bryndís Hauksdóttir.

II. Maður Huldu, (12. júní 1960), var Þórður Jóhann Ólafur Kristófersson frá Litlu-Borg í Víðidal, V.-Hún., úrsmiður, f. 21. nóvember 1931, d. 17. desember 2018. Foreldrar hans voru Kristófer Pétursson silfursmiður, f. 6. ágúst 1887, d. 9. nóvember 1977, og Guðríður Emilía Helgadóttir hjúkrunarfræðingur, f. 31. ágúst 1888, d. 26. febrúar 1954.
Börn þeirra:
3. Emilía Þórðardóttir, f. 4. febrúar 1960. Maður hennar Jón Jósef Bjarnason.
4. Matthías Þórðarson, f. 27. maí 1969. Kona hans Rakel Daðadóttir.
5. Þórdís Þórðardóttir, f. 7. janúar 1971. Maður hennar Alex Montazeri.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.