Jóhanna Tryggvadóttir (Syðstu-Grund)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit

Jóhanna Sigríður Tryggvadóttir húsfreyja fæddist 17. ágúst 1900 á Brimnesi á Langanesi og lést 25. apríl 1975 í Reykjavík.
Foreldrar hennar voru Tryggvi Illugason, bóndi í Hlíð og á Brimnesi á Langanesi, f. 6. febrúar 1874, d. 9. september 1928, og kona hans Kristjana Vigfúsdóttir frá Höfða í Sauðanessókn á Langanesi, f. 13. maí 1876 í Garði í Svalbarðssókn í Þistilfirði, d. 16. júlí 1938.

Jóhanna var með foreldrum sínum í æsku, hjá þeim á Höfða í Sauðaneshreppi 1910, hjú hjá þeim í Skálholti þar 1920.
Hún fluttist frá Skálum á Langanesi að Syðstu-Grund 1925, var vinnukona þar.
Þau Sigurbjörn giftu sig 1926, eignuðust sex börn á árunum 1926 til 1935. Þau urðu bændur á Syðstu-Grund 1927.
Þau fluttu til Eyja um 1958, bjuggu á Brimhólabraut 27.
Sigurbjörn lést 1971.
Jóhanna Sigríður flutti til Reykjavíkur, lést 1975. Hún var jörðuð í Eyjum.

I. Maður Jóhönnu Sigríðar, (13. febrúar 1926), var Sigurbjörn Sigurðsson bóndi á Syðstu-Grund u. Eyjafjöllum, f. þar 15. september 1896, d. 29. mars 1971 í Eyjum.

Börn þeirra:
1. Sigurður Tryggvi Sigurbjörnsson sjómaður í Reykjavík, f. 12. júní 1926, d. 28. febrúar 1959, ókv.
2. Sigmar Sigurbjörnsson sjómaður, verktaki, f. 6. nóvember 1929, d. 13. mars 1997. Hann bjó í Vancouver í Kanada og í Seattle í Bandaríkjunum, ókvæntur.
3. Guðbjörg Sigurbjörnsdóttir húsfreyja í Bandaríkjunum, f. 5. júní 1931, d. 2009. Maður hennar Roy Canapa.
4. Júlíus Óskar Sigurbjörnsson sjómaður, starfsmaður Skeljungs, f. 1. júní 1933, d. 4. júlí 2013. Kona hans Hanna Jónsdóttir, látin.
5. Sigríður Hulda Sigurbjörnsdóttir húsfreyja, skrifstofumaður, f. 29. september 1934. Maður hennar Þórður Jóhann Ólafur Kristófersson, látinn.
6. Marinó Sigurbjörnsson sjómaður, bjó að síðustu í Bandaríkjunum, starfsmaður á veitingahúsi þar, f. 22. október 1935, d. 31. júlí 2019.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.