Herdís Kristmannsdóttir

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 24. apríl 2023 kl. 16:28 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 24. apríl 2023 kl. 16:28 eftir Viglundur (spjall | framlög) (Verndaði „Herdís Kristmannsdóttir“ ([Breyta=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn) [Færa=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn)))
(breyting) ←Fyrri útgáfa | Nýjasta útgáfa (breyting) | Næsta útgáfa→ (breyting)
Fara í flakk Fara í leit

Herdís Kristmannsdóttir frá Eskifirði, húsfreyja, verkstjóri fæddist 29. nóvember 1953.
Foreldrar hennar voru Kristmann Jónsson sjómaður, útgerðarmaður Seleyjar SU, f. 17. apríl 1919, d. 4. desember 2004, og kona hans Arnheiður Dröfn Klausen húsfreyja, f. 5. mars 1929, d. 24. nóvember 2020.

Herdís var með foreldrum sínum.
Hún varð 4. bekkjar gagnfræðingur í Eiðaskóla, hóf nám í hárgreiðslu í Iðnskólanum í Eyjum, en hætti eftir eitt ár vegna barneigna.
Herdís flutti til Eyja alkomin 1971, vann við fiskiðnað og varð verkstjóri í Ísfélaginu.
Þau Páll giftu sig 1973, eignuðust þrjú börn. Þau bjuggu við Vestmannabraut 38 við Gos 1973, síðar við Hrauntún 71.

I. Maður Herdísar, (9. júní 1973), er Páll Sigurgeir Grétarsson sjómaður, matsveinn, f. 1. mars 1951 í Eyjum.
Börn þeirra:
1. Arnheiður Pálsdóttir húsfreyja, kennari, f. 4. september 1971. Maður hennar Eiríkur Arnórsson.
2. Daði Pálsson, rekur laxeldisfyrirtæki, sem rísa á í Viðlagafjöru, f. 3. apríl 1975. Kona hans Þóra Hrönn Sigurjónsdóttir.
3. Þórunn Pálsdóttir hjúkrunarfræðingur, ljósmóðir í Kópavogi, f. 6. maí 1979. Maður hennar Stefán Jónsson.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.


[[Flokkur: Húsfreyjur]