Þórunn Pálsdóttir (hjúkrunarfræðingur)
Þórunn Pálsdóttir húsfreyja, ljósmóðir, hjúkrunarfræðingur fæddist 6. maí 1979.
Foreldrar hennar Herdís Kristmannsdóttir húsfreyja, verkstjóri, f. 29. nóvember 1953, og maður hennar Páll Sigurgeir Grétarsson sjómaður, matsveinn, f. 1. mars 1951.
Börn Herdísar og Páls:
1. Arnheiður Pálsdóttir húsfreyja, kennari, f. 4. september 1971. Maður hennar Eiríkur Arnórsson.
2. Daði Pálsson, rekur laxeldisfyrirtæki, sem rísa á í Viðlagafjöru, f. 3. apríl 1975. Kona hans Þóra Hrönn Sigurjónsdóttir.
3. Þórunn Pálsdóttir ljósmóðir, hjúkrunarfræðingur, f. 6. maí 1979. Maður hennar Stefán Jónsson.
Þau Stefán giftu sig, eiga tvö börn. Þau búa í Helgafelli.
I. Maður Þórunnar er Stefán Jónsson yfirlögregluþjónn, f. 15. september 1974.
Börn þeirra:
1. Aron Stefánsson, f. 21. ágúst 2006.
2. Kári Stefánsson, f. 16. ágúst 2012.
Heimildir
- Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
- Heimaslóð.
- Íslendingabók.
- Þórunn.
Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.