Haraldur Friðriksson (bakarameistari)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 16. apríl 2023 kl. 11:35 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 16. apríl 2023 kl. 11:35 eftir Viglundur (spjall | framlög) (Verndaði „Haraldur Friðriksson (bakarameistari)“ ([Breyta=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn) [Færa=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn)))
(breyting) ←Fyrri útgáfa | Nýjasta útgáfa (breyting) | Næsta útgáfa→ (breyting)
Fara í flakk Fara í leit
Haraldur Friðriksson og Ásrún Davíðsdóttir.

Haraldur Friðriksson frá Uppsölum-efri við Faxastíg 7, bakarameistari fæddist þar 19. nóvember 1944.
Foreldrar hans voru Friðrik Haraldsson frá Sandi, bakarameistari, f. 9. ágúst 1922, d. 21. mar 2014, og kona hans Steina Margrét Finnsdóttir frá Uppsölum, húsfreyja, f. 10. júní 1926, d. 18. nóvember 2017.

Haraldur var með foreldrum sínum og flutti með þeim til Eyrarbakka tveggja ára og á Selfoss fjögurra ára og til höfuðborgardvæðisins fimm árum síðar, en hann var mikið hjá ömmu sinni og afa í Eyjum. Haraldur bjó hjá foreldrum sínum í Kópavogi til giftingar sinnar.
Hann nam um skeið í Barnaskólanum og varð gagnfræðingur í Gagnfæðaskóla Austurbæjar, síðan lærði hann í Iðnskólanum í Reykjavík eftir samning við Sæmund Sigurðsson bakarameistara í Austurveri.
Haraldur vann í bakaríi föður síns, Ömmubakstri. þar voru aðallega bakaðar flatkökur og kleinur og síðar laufabrauð. Hann tók síðar við rekstri þess og starfaði þar í 40 ár.
Haraldur gerðist skáti í Hafnarfirði og Kópavogi, síðar í Kópum, sem foreldrar hans stofnuðu. Hann stofnaði Hjálparsveit skáta í Kópavogi 1969, gegndi síðar ýmsum trúnaðarstörfum fyir Landsamband hjálparsveitar skáta.
Hann gekk til liðs við Landsamband bakarameistara og var forseti þess í 5 ár, sat í stjórn Landsambands iðnaðarmanna og í skólastjórn Menntaskólans í Kópavogi, var þar fulltrúi bakara.
Haraldur var forseti Rótaryklúbbs Kópavogs, en flutti sig síðar yfir í Rotaryklúbbinn Borgir.
Fjölskyldan byggði sumarbústað í Vaðnesi í Grímsnesi og nefndi Uppsali. Hjónin áttu hlut í skútu, sem þau sigldu á um Miðjarðarhaf og Adríahaf.
Þau Ásrún giftu sig 1969.

I. Kona Haraldar, (1969), er Ásrún Davíðsdóttir aðstoðarskólastjóri Söngskólans í Reykjavík, f. 24. nóvember 1946. Foreldrar hennar voru Davíð Áskelsson kennari og skáld, f. 10. apríl 1919, d. 14. júlí 1979, og kona hans Guðbjörg Kristjánsdóttir húsfreyja, f. 7. nóvember 1918, d. 30. nóvember 1972.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.