Hallgrímur Garðarsson

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 27. mars 2023 kl. 17:56 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 27. mars 2023 kl. 17:56 eftir Viglundur (spjall | framlög)
(breyting) ←Fyrri útgáfa | Nýjasta útgáfa (breyting) | Næsta útgáfa→ (breyting)
Fara í flakk Fara í leit
Hallgrímur Garðarsson.

Hallgrímur Garðarsson frá Reyðarfirði, sjómaður, stýrimaður, skipstjóri, útgerðarmaður fæddist 23. nóvember 1940 og lést 22. desember 1981.
Foreldrar hans voru Garðar Jónsson úr Reykjavík, framkvæmdastjóri, f. 12. desember 1913, d. 5. ágúst 2002, og kona hans Sigfríð Katrín Bjarnadóttir frá Borgarfirði eystra, húsfreyja, f. 22. júní 1909, d. 4. nóvember 1982.

Hallgrímur lauk Stýrimannaskólanum í Reykjavík 1962.
Hann var stýrimaður og skipstjóri, mest á bátum Einars Sigurðssonar og á Gullborg VE með Binna í Gröf. Hann var skipstjóri á Hannesi lóðs VE og lengi stýrimaður hjá mági sínum Jóni Valgarð Guðjónssyni á Gunnari Jónssyni og fleiri bátum.
Hann gerði út Sæþór Árna og var skipstjóri á honum.
Hann gegndi ýmsum störfum í skipstjóra- og stýrimannafélaginu Verðandi, átti sæti í Sjómannadagsráði í mörg ár. Hann var einn af stofnfélögum Lionsklúbbs Vestmannaeyja 1974.
Þau Addý giftu sig 1962, eignuðust þrjú börn og Hallgrímur fóstraði dóttur hennar. Þau bjuggu við Heiðarveg 25 og við Illugagötu 74.
Hallgrímur lést 1981 og Addý 2010.

I. Kona Hallgríms, (14. mars 1962), var Addý Jóna Guðjónsdóttir húsfreyja, f. 5. apríl 1935, d. 12. ágúst 2010.
Börn þeirra:
1. Sigfríð Gerður Hallgrímsdóttir, f. 4. apríl 1961. Barnsfeður hennar Eiríkur Óli Árnason og Ísleifur Helgi Waage.
2. Sæþór Árni Hallgrímsson, f. 31. desember 1964. Sambúðarkona hans Ingibjörg Guðjónsdóttir.
3. Berlind Halla Hallgrímsdóttir, f. 10. ágúst 1967. Barnsfeður Jóhann Ólafur Ólason og Valgeir Helgi Bragason.
Barn Addýjar og fósturbarn Hallgríms:
4. Marta Guðjóns Svavarsdóttir, f. 15. júní 1958. Maður hennar Jónas Þór Hreinsson.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.