Marta Guðjóns Svavarsdóttir

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit

Marta Guðjóns Svavarsdóttir, frá Heiðarvegi 25, húsfreyja fæddist 15. júní 1958 í Eyjum.
Foreldrar hennar voru Svavar Einarsson, búfræðingur, bifreiðastjóri í Rvk, f. 10. nóvember 1933, d. 10. janúar 1989, og Addý Jóna Guðjónsdóttir, verkakona f. 5. apríl 1935, d. 12. ágúst 2010.

Marta eignaðist barn með Kristni 1978.
Þau Jónas Þór giftu sig 1980, eignuðust þrjú börn. Þau bjuggu í Mosfellsbæ, síðar í Kópavogi.

I. Barnsfaðir Mörtu er Kristinn Ingason, f. 24. september 1958.
Barn þeirra:
1. Addý Guðjóns Kristinsdóttir, f. 1. apríl 1978.

II. Maður Mörtu, (26. desember 1980), er Jónas Þór Hreinsson, sölustjóri, f. 25. nóvember 1959.
Börn þeirra:
1. Ívar Guðjóns Jónasson, sölumaður, f. 29. september 1980 í Eyjum. Sambúðarkona hans Snæfríður Snorradóttir.
2. Bergur Guðjóns Jónasson, framkvæmdastjóri hjá Air Atlanta, f. 16. maí 1987 í Rvk. Kona hans Rebekka Rut Skúladóttir.
3. Andrea Guðjóns Jónasdóttir, kennari í Eyjum, f. 17. desember 1990. Maður hennar Óttar Steingrímsson.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.