Brynjúlfur Jónatansson (Breiðholti)
Brynjúlfur Jónatansson frá Breiðholti, rafvirkjameistari fæddist þar 23. júní 1924 og lést 17. mars 2023.
Foreldrar hans voru Jónatan Snorrason sjómaður, vélstjóri, rennismiður, f. 6. september 1875 að Lambalæk í Fljótshlíð, d. 15. september 1960, og kona hans Steinunn Brynjólfsdóttir frá Kvíhólma u. Eyjafjöllum, húsfreyja, f. 4. maí 1887, d. 22. júlí 1977.
Börn Jónatans og Steinunnar:
1. Guðjón Hafsteinn Jónatansson bifreiðastjóri, f. 30. júní 1910, d. 8. mars 1993.
2. Guðrún Bríet Jónatansdóttir, f. 19. maí 1913 í Breiðholti, d. 6. júlí 1923.
3. Sveinn Jónatansson vélstjóri, vélvirkjameistari, verkstjóri, f. 7. júlí 1917, d. 15. mars 1998.
4. Brynjúlfur Jónatansson rafvirkjameistari, f. 23. júní 1924.
5. Sigrún Jónatansdóttir hjúkrunarfræðingur, f. 6. desember 1925 í Breiðholti, d. 12. janúar 1989.
Brynjúlfur var með foreldrum sínum í æsku.
Hann lauk námi í rafvirkjun hjá Haraldi Eiríkssyni og Iðnskólanum í Eyjum 1945.
Brynjólfur sótti skóla hjá Decca Radar í London, námskeið hjá Simrad í Osló og Krupp Atlas í Bremen í Þýskalandi.
Hann starfaði hjá Johan Rönning 1945-1947 og einnig við Síldarverksmiðjuna á Djúpavík á Ströndum..
Þeir Bogi Jóhannsson stofnuðu Neisti s/f í Eyjum 1947 og ráku í 49 ár.
Brynjúlfur kenndi í Stýrimannaskólanum um skeið.
Þau Lilja giftu sig 1948, bjuggu í Breiðholti, byggðu Hólagötu 39 og fluttu þangað 1957, bjuggu þar, uns þau fluttust í Kópavog 1999, en 2006 fluttu þau til Eyja og bjuggu að Áshamri 5.
Lilja lést 2008. Brynjúlfur bjó í Baldurshaga.
Hann lést 2023.
I. Kona Brynjúlfs, (21. desember 1948), var Lilja Þorleifsdóttir húsfreyja, f. 17. júní 1922, d. 4. september 2008.
Börn þeirra:
1. Steinunn Brynjúlfsdóttir húsfreyja, nam sálarfræði um skeið, lífeindafræðingur, f. 30. september 1948, d. 19. ágúst 2008.
2. Ragnheiður Brynjúlfsdóttir húsfreyja, viðskiptafræðingur, skrifstofustjóri, f. 22. febrúar 1952, d. 4. júlí 2011.
3. Hjálmar Brynjúlfsson rafvirkjameistari, f. 22. mars 1953.
4. Jónatan Brynjúlfsson rafvirkjameistari, f. 11. mars 1954, d. 17. mars 1984.
5. Anna Brynjúlfsdóttir starfsmaður á röntgenstofu Domus Medica, f. 13. júlí 1955.
6. Rúnar Páll Brynjúlfsson skrifstofumaður, tæknimaður hjá Valitor, f. 9. ágúst 1958.
7. Brynhildur Brynjúlfsdóttir húsfreyja, starfsmaður hjá Arionbanka, f. 10. janúar 1960.
Fósturdóttir hjónanna er
8. Steinunn Jónatansdóttir sonardóttir hjónanna, hjúkrunarfræðingur, vinnur að doktorsprófi í Kanada, f. 20. september 1973. Hún er dóttir Jónatans Brynjúlfssonar og konu hans Árnýjar Sigríðar Baldvinsdóttur.
Heimildir
- Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
- Íslendingabók.is.
- Manntöl.
- Prestþjónustubækur.
- Rafvirkjatal. Ritstjóri: Þorsteinn Jónsson, Gunnar Guðmundsson og fleiri. Þjóðsaga hf. 1995.
Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.