Anna Brynjúlfsdóttir

From Heimaslóð
Jump to navigation Jump to search

Anna Brynjúlfsdóttir móttökuritari fæddist 13. júlí 1955.
Foreldrar hennar voru Brynjúlfur Jónatansson rafvirkjameistari, f. 23. júní 1924 og kona hans Lilja Þorleifsdóttir húsfreyja, f. 17. júní 1922, d. 4. september 2008.

Börn Lilju og Brynjúlfs:
1. Steinunn Brynjúlfsdóttir húsfreyja, lífeindafræðingur, f. 30. september 1948, d. 19. ágúst 2008.
2. Ragnheiður Brynjúlfsdóttir húsfreyja, viðskiptafræðingur, skrifstofustjóri, f. 22. febrúar 1952, d. 4. júlí 2011.
3. Hjálmar Brynjúlfsson rafvirkjameistari, f. 22. mars 1953.
4. Jónatan Brynjúlfsson rafvirkjameistari, f. 11. mars 1954, d. 17. mars 1984.
5. Anna Brynjúlfsdóttir móttökuritari, f. 13. júlí 1955.
6. Rúnar Páll Brynjúlfsson kvikmyndasýningastjóri, tæknimaður hjá Valitor, f. 9. ágúst 1958.
7. Brynhildur Brynjúlfsdóttir húsfreyja, bankastarfsmaður, f. 10. janúar 1960.
Fósturdóttir hjónanna er
8. Steinunn Jónatansdóttir hjúkrunarfræðingur, við framhaldsnám í Kanada, f. 20. september 1973. Hún er dóttir Jónatans Brynjúlfssonar og konu hans Árnýjar Sigríðar Baldvinsdóttur húsfreyju, f. 29. nóvember 1955, d. 19. maí 1979.

Anna var með foreldrum sínum til tveggja ára aldurs, en var hjá föðurforeldrum sínum í Breiðholti frá 1957 fram yfir fermingu.
Hún lauk 4. bekkjarprófi í Gagnfræðaskólanum 1972.
Hún sinnti ýmsum störfum næstu árin, á Elliheimilinu í Skálholti, á Gestgjafanum við Heiðarveg, í Magnúsarbakaríi, á leikskólanum Sóla og síðan í leikskólanum Kirkjugerði.
Anna flutti á höfuðborgarsvæðið 1975 og vann á Vífilsstöðum í rúmt ár og á Borgarspítalanum 1977-1990.
Þá flutti hún til Eyja og vann verslunarstörf í Neista 1990-1994.
Hún flutti til Reykjavíkur og síðar í Garðabæ og hefur unnið móttökuritarastörf hjá röntgenstofunni í Domus Medica.
Hún er ógift og barnlaus.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.