Ásta Gunnlaugsdóttir (Hólagötu)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 12. mars 2023 kl. 10:55 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 12. mars 2023 kl. 10:55 eftir Viglundur (spjall | framlög) (Verndaði „Ásta Gunnlaugsdóttir (Hólagötu)“ ([Breyta=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn) [Færa=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn)))
Fara í flakk Fara í leit

Ásta Gunnlaugsdóttir frá Hólagötu 11, húsfreyja, garðyrkjubóndi fæddist 9. febrúar 1955.
Foreldrar hennar voru Gunnlaugur Gunnlaugsson bifreiðastjóri, f. 13. október 1906 á Bergstöðum við Urðaveg 24, d. 7. júní 1992 á Selfossi, og kona hans Sigríður Ketilsdóttir húsfreyja, f. 8. ágúst 1915 í Ásólfsskála u. Eyjafjöllum, d. 9. maí 1998 á Selfossi.

Börn Sigríðar og Gunnlaugs:
1. Drengur f. 10. nóvember 1938, d. sama dag.
2. Erling Gunnlaugsson bifvélavirkjameistari á Selfossi, f. 30. ágúst 1944 í Hvíld. Kona hans Guðrún Gunnarsdóttir, látin.
3. Katrín Erla Gunnlaugsdóttir húsfreyja, f. 8. júní 1946 á Seljalandi. Maður hennar Ólafur Íshólm Jónsson.
4. Áskell Gunnlaugsson húsasmíðameistari á Selfossi, f. 26. apríl 1948 á Seljalandi. Kona hans Sesselja Sólveig Óskarsdóttir.
5. Eygló Sigurlaug Gunnlaugsdóttir húsfreyja, bóndi á Eyði-Sandvík í Flóa, f. 25. apríl 1950 að Hólagötu 11. Maður hennar Sigurður Guðmundsson.
6. Ásta Gunnlaugsdóttir húsfreyja, garðyrkjubóndi í Hveragerði, f. 9. febrúar 1955 að Hólagötu 11. Maður hennar Björn Guðjónsson.

Ásta var með foreldrum sínum.
Hún lauk landsprófi í Gagnfræðaskólanum 1971, nam í Húsmæðraskólanum í Reykjavík 1072-1973, í Viðskipta- og tölvuskólanum í Reykjavík 2001-2002.
Ásta vann í íslenska sendiráðinu í Noregi um 5 mánaða skeið 1973, vann hjá Kaupfélagi Árnesinga haustið 1973-1982, vann á skrifstofu hjá Ási í Hveragerði 1983-1987, vann á Heilsustofnun Náttúrulækningafélagsins í Hveragerði 2002-2008, í Ási 2008-2020.
Þau Björn giftu sig 1977, eignuðust þrjú börn. Þau bjuggu á Selfossi í fyrstu, síðan í Hveragerði við garðyrkju 1982-2001, er þau seldu fyrirtækið. Þau búa í Hveragerði.

I. Maður Ástu, (31. desember 1977), er Björn Guðjónsson trésmíðameistari, garðyrkjubóndi, f. 10. október 1947. Foreldrar hans voru Guðjón Hugberg Björnsson garðyrkjumaður, verknámsstjóri, garðyrkjustjóri, f. 19. desember 1919, d. 1. ágúst 1997, og kona hans Sigríður María Konráðsdóttir, f. 9. september 1916, d. 16. mars 2003.
Börn þeirra:
1. Gunnlaugur Björnsson innkaupastjóri, f. 8. nóvember 1977, d. 28. júlí 2007. Fyrrum kona hans Þorbjörg Hlín Sigurðardóttir.
2. Guðjón Hugberg Björnsson rafmagnsverkfræðingur, tæknistjóri, f. 1. maí 1982. Kona hans Agnes Svansdóttir.
3. Hafþór Vilberg Björnsson sölumaður, f. 7. desember 1987. Sambúðarkona hans Azra Cranc af bosnísku bergi.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.