Ólafur Björnsson (læknir)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 1. mars 2023 kl. 14:40 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 1. mars 2023 kl. 14:40 eftir Viglundur (spjall | framlög)
(breyting) ←Fyrri útgáfa | Nýjasta útgáfa (breyting) | Næsta útgáfa→ (breyting)
Fara í flakk Fara í leit
Ólafur Björnsson.

Ólafur Björnsson frá Kirkjubóli, læknir fæddist þar 14. nóvember 1915 og lést 19. janúar 1968 í Reykjavík.
Foreldrar hans voru Björn Hermann Jónsson frá Torfastöðum í Núpsdal í Miðfirði í V.-Hún., kennari, skólastjóri, f. 24. júní 1888, d. 4. júní 1962, og kona hans Jónína Guðríður Þórhallsdóttir frá Reykjavík, húsfreyja, kennari, f. 29. janúar 1891, d. 8. júlí 1985.

Börn Jónínu og Björns:
1. Ólafur Björnsson læknir, f. 14. nóvember 1915 á Kirkjubóli, d. 19. janúar 1968.
2. Svava Björnsdóttir sjúklingur, f. 2. desember 1921, d. 26. september 1965.
3. Jón Björnsson rafvirki í Bræðraparti í Vogum, Gull. og í Hafnarfirði, f. 3. ágúst 1924, d. 4. júní 1971.
4. Haraldur Björnsson verkamaður á Keflavíkurflugvelli og í Reykjavík, f. 4. ágúst 1926, d. 31. júlí 1963.

Ólafur var með foreldrum sínum, á Kirkjubóli, í Barnaskólahúsinu, í Hjarðarholti í Dölum og á Ísafirði.
Hann varð stúdent í Menntaskólanum í Reykjavík 1936, lauk prófi í forspjallsvísindum (cand. phil.) í Háskóla Íslands 1937, stundaði nám í efnafræði í Stokkhólmsháskóla 1937-1939, hóf nám í læknisfræði í H. Í. 1945, lauk því 1952 (cand. med.). Hann sótti námskeið í heilbrigðisfræði fyrir héraðslækna í Helsinki í september 1959 á vegum Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar, dvaldi í Lundúnum, Wales og Cornwall september-október 1960 til að kynna sér rannsóknir á heymæði. Hann var fulltrúi Íslands og kynnti sér rekstur sjúkrahúsa og heilsugæslustöðva í Bretlandi 1966 á vegum Evrópuráðsins.
Ólafur vann kandídatsár sitt í Eyrarbakkahéraði, Stórólfshvolshéraði og á Landspítala, fékk almennt lækningaleyfi 30. desember 1953.
Ólafur var héraðslæknir í Súðavíkurhéraði frá janúar 1954 til ársloka 1955 og í Helluhéraði frá janúar 1956 til æviloka. Hann var ráðinn aðstoðarlæknir héraðslæknisins í Hvolshéraði júlí-ágúst 1964 ásamt því að gegna eigin héraði.
Önnur störf:
Vann að heymæðirannsóknum til æviloka jafnframt héraðslæknisstörfum sínum.
Kennslustörf:
Hann var stundakennari við Gagnfræðaskólann á Ísafirði 1939-1941 og 1946-1947 og við Iðnskólann þar sömu ár. Hann var kennari í Gagnfræðaskólanum í Eyjum 1941-1943, stundakennari í Iðnskólanum í Hafnarfirði 1945-1946.
Félags- og trúnaðarstörf:
Í stjórn Læknafélags Íslands frá 1961, formaður Læknafélags Suðurlands 1962-1963, formaður skólanefndar Rangárvallaskólahverfis frá 1962 til æviloka. Ólafur sat í nefnd, sem vann að endurskoðun á siðareglum lækna (Codex Ethicus).
Ritstörf:
Greinar í Læknablaðinu 1961-1963.
Þýðingar:
Helge Thyren: Á morgni atómaldar, Reykjavík 1947.
Þau Katrín giftu sig 1947, eignuðust fjögur börn.
Ólafur lést 1968 og Katrín 2020.

I. Kona Ólafs, (5. júlí 1947), var Katrín Elíasdóttir frá Reykjavík, húsfreyja, ritari, f. 25. mars 1923, d. 2. febrúar 2020. Foreldrar hennar voru Elías Hjörleifsson múrarameistari, f. 21. júní 1899, d. 16. desember 1938, og kona hans Ingibjörg Guðmundsdóttir húsfreyja, f. 27. september 1894, d. 10. júlí 1977.
Börn þeirra:
1. Björn Ólafsson eðlisfræðingur í Reykjavík, f. 3. september 1951.
2. Elías Ólafsson læknir á Seltjarnarnesi, f. 21. febrúar 1953. Kona hans Þórhildur Albertsdóttir kennari, viðskiptafræðingur.
3. Örn Ólafsson stærðfræðingur í Reykjavík, f. 18. júlí 1956.
4. Ingibjörg Ólafsdóttir sagnfræðingur og bókmenntafræðingur í Hveragerði, f. 28. febrúar 1958. Sambúðarmaður hennar Pjetur Hafsteinn Lárusson rithöfundur.



Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Íslendingabók.
  • Læknar á Íslandi. Gunnlaugur Haraldsson. Þjóðsaga 2000.
  • Manntöl.
  • Prestþjónustubækur.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.