Jónína G. Þórhallsdóttir

From Heimaslóð
Jump to navigation Jump to search
Jónína Guðríður Þórhallsdóttir og sonardóttir hennar.

Jónína Guðríður Þórhallsdóttir húsfreyja, kennari fæddist 29. janúar 1891 í Reykjavík og lést 8. júlí 1985.
Foreldrar hennar voru Þórhallur Þórhallsson frá Tungu í Hörðudal, Dal., verkamaður, f. 12. ágúst 1853, d. 18. september 1926, og Pálína Margrét Jónsdóttir frá Hrólfsskála í Reykjavík, húsfreyja, f. þar 21. september 1858, d. 7. júlí 1944.

Jónína var niðursetningur í húsinu Bakka í Reykjavík 1901, var með móður sinni á Tjarnargötu 4 1910.
Hún lauk námi í Kennaraskólanum 1913.
Jónína var heimiliskennari hjá Árna Filippussyni í Ásgarði og stundakennari í Barnaskólanum 1913-1914, kennari í skólanum 1914-1920, í Barnaskóla Ísafjarðar 1925-1957 (stundakennari 1925-1929).
Þau Björn giftu sig 1915, eignuðust fjögur börn. Þau bjuggu á Kirkjubóli 1915 og 1916, síðan í Skólahúsinu, fluttu að Hjarðarholti í Dalasýslu 1920, fluttu til Ísafjarðar 1924, í Garðahrepp (síðar Garðabær) 1957, bjuggu síðast í Ásgarði 6 þar.
Björn Hermann lést 1962 og Jónína 1985.

I. Maður Jónínu, (30. apríl 1915), var Björn Hermann Jónsson skólastjóri, f. 24. júní 1888, d. 4. júní 1962.
Börn þeirra:
1. Ólafur Björnsson læknir, f. 14. nóvember 1915 á Kirkjubóli, d. 19. janúar 1968.
2. Svava Björnsdóttir sjúklingur, f. 2. desember 1921, d. 26. september 1965.
3. Jón Björnsson rafvirki í Bræðraparti í Vogum, Gull. og í Hafnarfirði, f. 3. ágúst 1924, d. 4. júní 1971.
4. Haraldur Björnsson verkamaður á Keflavíkurflugvelli og í Reykjavík, f. 4. ágúst 1926, d. 31. júlí 1963.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.