Pétur Sturluson (Hvassafelli)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 28. febrúar 2023 kl. 19:41 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 28. febrúar 2023 kl. 19:41 eftir Viglundur (spjall | framlög) (Verndaði „Pétur Sturluson (Hvassafelli)“ ([Breyta=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn) [Færa=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn)))
(breyting) ←Fyrri útgáfa | Nýjasta útgáfa (breyting) | Næsta útgáfa→ (breyting)
Fara í flakk Fara í leit

Jóhann Pétur Sturluson vélameistari í Reykjavík fæddist 23. september 1919 og lést 15. maí 1997.
Foreldrar hans voru Sturla Indriðason frá Vattarnesi við Reyðarfjörð, verkamaður, sjómaður í Eyjum, f. 19. september 1887 á Vattarnesi, d. 1. janúar 1945, og kona hans Fríður Lárusdóttir frá Búastöðum, húsfreyja, f. 16. september 1880, d. 6. október 1959.

Börn Fríðar og Sturlu voru:
1. Lára Kristín Sturludóttir húsfreyja, f. 24. september 1905, d. 23. maí 1972, kona Þorgeirs Frímannssonar kaupmanns.
2. Indíana Björg Sturludóttir, f. í desember 1908, d. 6. febrúar 1909.
3. Indíana Björg Sturludóttir húsfreyja, f. 12. nóvember 1909, d. 15. október 1998, kona Más Frímannssonar bifreiðaeftirlitsmanns, Valhöll,
4. Snorri Sturluson, f. 12. maí 1911, d. 15. september 1911.
5. Jón Alfreð Sturluson, málarameistari í Reykjavík, f. 23. nóvember 1912, d. 31. október 1983, kvæntur Steinunni Jónsdóttur af Akranesi.
6. Jóhann Pétur Júlíus Sturluson, vélameistari í Reykjavík, f. 23. september 1919, síðast á Spáni, d. 15. maí 1997, kvæntur Guðríði Friðriksdóttur frá Þórshöfn.

Pétur var með foreldrum sínum í æsku.
Hann varð gagnfræðingur í Gagnfræðaskólanum 1936, varð vélameistari.
Pétur starfaði í Reykjavík, dvaldi síðar á Spáni, en átti síðast heimili á Hringbraut 50 í Reykjavík.
Þau Guðríður giftu sig, eignuðust fjögur börn, en misstu tvö þeirra ung. Þau skildu.
Pétur lést 1997.

I. Kona Jóhanns Péturs var Guðríður Friðriksdóttir húsfreyja frá Felli við Finnafjörð, N.-Múl., f. 6. október 1923, d. 26. september 2008. Foreldrar hennar voru Friðrik Jóhann Oddsson, f. 11. janúar 1894, d. 11. ágúst 1973, og kona hans Helga Sigurðardóttir, f. 5. nóvember 1894, d. 2. desember 1938.
Börn þeirra:
1. Eygló Pétursdóttir húsfreyja, f. 31. október 1957. Maður hennar Stefán Ó. Ólafsson.
2. Fríður Pétursdóttir húsfreyja, f. 31. október 1957. Maður hennar Bjarni S. Bjarnason.
3. Sturla Pétursson, f. 31. október 1957, d. 31. júlí 1958.
4. Drengur, f. 31. október 1957, d. 31. október 1957.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Íslendingabók.
  • Manntöl.
  • Morgunblaðið 7. október 2008. Minning Guðríðar Friðriksdóttur.
  • Prestþjónustubækur.
  • Skýrsla um Gagnfræðaskólann í Vestmannaeyjum 1930-1943.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.