Þóra Hansína Helgadóttir

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 6. febrúar 2023 kl. 16:33 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 6. febrúar 2023 kl. 16:33 eftir Viglundur (spjall | framlög) (Verndaði „Þóra Hansína Helgadóttir“ ([Breyta=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn) [Færa=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn)))
(breyting) ←Fyrri útgáfa | Nýjasta útgáfa (breyting) | Næsta útgáfa→ (breyting)
Fara í flakk Fara í leit

Þóra Hansína Helgadóttir frá Lambhaga við Vesturveg 19, húsfreyja í Reykjavík fæddist þar 25. nóvember 1920 og lést 25. júní 1992.
Foreldrar hennar voru Helgi Backmann Ingimundarson frá Miðey í A.-Landeyjum, skipstjóri, verkamaður, f. 17. maí 1872, d. 27. nóvember 1952, og kona hans Jóna Guðrún Jónsdóttir frá Loðmundarfirði, húsfreyja, f. þar 4. desember 1885, d. 8. nóvember 1972.

Börn Jónu og Helga:
1. Sigurjón Bachmann Helgason, f. 8. nóvember 1907 á Hverfisgötu 58B í Reykjavík, síðast í Kópavogi, d. 16. júní 1977.
2. Árni Ingimundur Helgason Bachmann sjómaður, vélstjóri, síðast í Njarðvík, f. 23. september 1909 á Seyðisfirði, d. 18. febrúar 1988.
3. Sigurður Þórarinn Helgason Bachmann bifreiðastjóri í Keflavík, f. 25. júlí 1914 á Seyðisfirði, d. 10. október 1994.
4. Svanhvít Helgadóttir Smith húsfreyja í Reykjavík, f. 18. október 1915 á Seyðisfirðir, d. 30. október 1993.
5. Ólafía Helgadóttir húsfreyja í Hafnarfirði, f. 13. júlí 1917 á Seyðisfirði, d. 3. október 1971.
6. Þóra Hansína Helgadóttir húsfreyja í Reykjavík, f. 25. nóvember 1920 í Lambhaga, d. 25. júní 1992. Maður hennar Baldur Svanhólm Ásgeirsson.
7. Sigurður Hermann Helgason, síðast í Reykjavík, f. 20. apríl 1922, d. 5. ágúst 2000.
8. Andvana drengur, f. 21. ágúst 1924.

Þóra var með foreldrum sínum, flutti með þeim til Reykjavíkur 1930.
Þau Baldur giftu sig 1941, eignuðust fjögur börn, en misstu eitt þeirra 6 mánaða gamalt. Þau bjuggu í við Smiðjustíg 7 í Reykjavík.
Þóra lést 1992 og Baldur 2003.

I. Maður Þóru, (1941), var Baldur Svanhólm Ásgeirsson móta- og leirkerasmiður, vélstjóri, verkstjóri, f. 17. október 1914, d. 19. október 2003. Foreldrar hans voru Ásgeir Magnús Ingólfur Jónsson frá Þingeyrum, V.-Hún., húsasmiður, f. 31. janúar 1871, d. 2. desember 1923, og Hómfríður Rannveig Þorgilsdóttir frá Kambi í Deildardal, Skagaf., húsfreyja, f. 30. desember 1888, d. 2. apríl 1971. Fósturforeldrar frá þriggja ára aldri voru Theodór Arnbjörnsson hrossaræktarráðunautur og rithöfundur frá Stóra-Ási í Miðfirði, f. 1. apríl 1888, d. 5. janúar 1939, og kona hans Ingibjörg Jakobsdóttir frá Illugastöðum á Vatnsnesi, V.-Hún., húsfreyja, f. 4. september 1883, d. 13. október 1955.
Börn þeirra:
1. Edda Ásgerður Baldursdóttir leiðbeinandi hjá Félagsmiðstöð aldraðra í Árbæ, f. 30. september 1940. Fyrrum maður hennar Hörður Smári Hákonarson. Maður hennar Garðar Árnason.
2. Helgi Gunnar Baldursson starfsmaður Eimskips, f. 18. október 1942.
3. Sigrún Baldursdóttir, f. 16. janúar 1946, d. 11. júní 1946.
4. Sigrún Jóna Baldursdóttir sjúkraliði, kennari, f. 3. apríl 1951. Maður hennar Róbert Jón Jack.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.