Hafdís Andersen

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 28. desember 2022 kl. 13:47 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 28. desember 2022 kl. 13:47 eftir Viglundur (spjall | framlög)
(breyting) ←Fyrri útgáfa | Nýjasta útgáfa (breyting) | Næsta útgáfa→ (breyting)
Fara í flakk Fara í leit
Hafdís Andersen.

Hafdís Andersen frá Hásteinsvegi 27, húsfreyja fæddist þar 12. desember 1949 og lést 11. nóvember 1997.
Foreldrar hennar voru Knud Andersen frá Sólbakka, vélstjóri, skipstjóri, yfirverkstjóri, f. 23. mars 1913, d. 13. desember 2000, og kona hans Jónína Rakel Friðbjarnardóttir frá Götu, húsfreyja, f. 19. ágúst 1918, d. 23. maí 1993.

Börn Rakelar og Knuds:
1. Ingibjörg Jóhanna Andersen húsfreyja, f. 14. desember 1939. Maður hennar var Óskar Þórarinsson, látinn.
2. Hafdís Andersen húsfreyja, f. 21. desember 1949, d. 11. nóvember 1997. Maður hennar er Sigurbjörn Hilmarsson.
3. Pétur Andersen vélstjóri, verslunarmaður, f. 16. desember 1943, d. 1. nóvember 2009.

Hafdís var með foreldrum sínum í æsku.
Hún vann ýmis störf, m.a. við síldarverkun á Vopnafirði og starfaði um skeið í Danmörku.
Hafdís starfaði mikið í Slysavarnadeildinni Eykyndli.
Þau Sigurbjörn giftu sig, eignuðust þrjú börn. Þau bjuggu síðast á Búhamri 82.
Hafdís lést 1997.

I. Maður Hafdísar er Sigurbjörn Hilmarsson stýrimaður, f. 3. janúar 1954.
Börn þeirra:
1. Sædís Sigurbjörnsdóttir uppeldis- og menntunarfræðingur, verkefnastjóri, f. 21. desember 1976. Sambúðarmaður Þórður Már Gylfason.
2. Dröfn Sigurbjörnsdóttir, býr í Eyjum, bókasafns- og upplýsingafræðingur, skjalastjóri, f. 6. september 1979. Maður hennar Guðmundur Jóhann Árnason.
3. Sif Sigurbjörnsdóttir, býr í Hafnarfirði, naglafræðingur, f. 22. október 1982. Maður hennar Trausti Jósteinsson.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.