Halldóra Jóhannsdóttir (Sölkutóft)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 30. nóvember 2022 kl. 20:53 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 30. nóvember 2022 kl. 20:53 eftir Viglundur (spjall | framlög) (Verndaði „Halldóra Jóhannsdóttir (Sölkutóft)“ ([Breyta=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn) [Færa=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn)))
(breyting) ←Fyrri útgáfa | Nýjasta útgáfa (breyting) | Næsta útgáfa→ (breyting)
Fara í flakk Fara í leit

Halldóra Valgerður Jóhannsdóttir frá Sölkutóft á Eyrarbakka, húsfreyja fæddist þar 8. apríl 1938 og lést 4. febrúar 1985.
Foreldrar hennar voru Jóhann Bjarni Loftsson bóndi í Sölkutóft, útgerðarmaður, síðar á Stóru-Háeyri á Eyrarbakka, f. 24. janúar 1892, d. 26. október 1977, og kona hans Jónína Hannesdóttir húsfreyja, f. 8. ágúst 1895, d. 19. júní 1942.

Halldóra var með foreldrum sínum í æsku, í Sölkutóft og á Stóru-Háeyri.
Hún flutti til Eyja.
Þau Kjartan Hreinn giftu sig 1961, eignuðust þrjú börn. Þau bjuggu við Heiðarveg 20 og í Hásteinsblokkinni við Hásteinsveg 1972.
Þau fluttu til Selfoss í Gosinu 1973.
Kjartan Hreinn lést 1977.
Halldóra bjó síðast í Úthaga 12 á Selfossi. Hún lést 1985.

I. Maður Halldóru, (25. desember 1961), var Kjartan Hreinn Pálsson frá Happastöðum, sjómaður, vélstjóri, f. 24. janúar 1938 á Bólstað í Mýrdal, d. 2. apríl 1977.
Börn þeirra:
1. Jónína Hugborg Kjartansdóttir snyrtifræðingur, f. 15. desember 1963, d. 16. janúar 1998. Maður hennar Njáll Skarphéðinsson, látinn.
2. Sigurbjörn Snævar Kjartansson lyftarastjóri, f. 5. janúar 1969. Kona hans Wichuda Buddeekan frá Tailandi.
3. Jóhann Bjarni Kjartansson lagermaður, f. 12. janúar 1976. Kona hans Borghildur Sverrisdóttir.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.