Þorvaldur Pálmi Guðmundsson

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 22. nóvember 2022 kl. 19:12 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 22. nóvember 2022 kl. 19:12 eftir Viglundur (spjall | framlög) (Verndaði „Þorvaldur Pálmi Guðmundsson“ ([Breyta=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn) [Færa=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn)))
Fara í flakk Fara í leit

Þorvaldur Pálmi Guðmundsson frá Seyðisfirði, sjómaður, vinnuvélastjóri fæddist 17. júní 1951.
Foreldrar hans Guðmundur Haraldur Sigurgeirsson iðnverkamaður, vann við vélgæslu og skipasmíðar, f. 4. júlí 1924, d. 5. maí 2006, og Jónína Gunnarsdóttir húsfreyja, fiskverkakona, f. 23. maí 1932.

Systir Þorvaldar Pálma er Jónína Kristín Guðmundsdóttir, f. 1. desember 1960. Sambúðarmaður hennar Guðmundur Karl Helgason.

Guðmundur var með foreldrum sínum fyrstu ár sín, en fór í fóstur til frændfólks síns á Völlum í Þistilfirði sex ára og ólst þar upp til 15 ára aldurs. Hann var síðan hjá foreldrum sínum á Seyðisfirði.
Guðmundur lauk Stýrimannaskólanum í Eyjum 1973.
Hann var verkamaður og sjómaður á yngri árum, m.a. á Gullveri á Seyðisfirði, varð stýrimaður og síðan skipstjóri á mörgum bátum í Eyjum, m.a. á Sindra og tveim Suðureyjum. Að lokinni sjómennsku varð hann vinnuvélastjóri hjá Símoni Eðvarðssyni í 14 ár.
Þorvaldur Pálmi eignaðist barn með Margréti 1973.
Þau Anna giftu sig 1978, eignuðust þrjú börn. Þau bjuggu á Hásteinsvegi 48 og búa í Hrauntúni 38.

I. Barnsmóðir Þorvaldar Pálma er Margrét Þórdís Jónsdóttir, f. 3. júlí 1954.
Barn þeirra:
1. Jón Halldór Pálmason skipstjóri í Hnífsdal, f. 24. mars 1973. Kona hans María Berglind Kristófersdóttir.

II. Kona Þorvaldar Pálma, (25. desember 1978), er Anna Ingibjörg Lúðvíksdóttir húsfreyja, sjúkraliði, f. 5. júlí 1953.
Börn þeirra:
2. Guðmundur Lúðvík Þorvaldsson leikstjóri, forstöðumaður frístundaheimilis, f. 23. maí 1976. Sambúðarkona hans Steinunn Sverrisdóttir.
3. Ingi Þór Þorvaldsson tölvutæknir, f. 16. ágúst 1977, ókvæntur.
4. Jónína Kristín Þorvaldsdóttir forstöðumaður frístundaheimilis, f. 15. maí 1984. Maður hennar Ásgeir Eiríksson.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.