Anna Ingibjörg Lúðvíksdóttir

From Heimaslóð
Jump to navigation Jump to search
Anna Ingibjörg Lúðvíksdóttir.

Anna Ingibjörg Lúðvíksdóttir frá Heiðartúni, húsfreyja, sjúkraliði fæddist 5. júlí 1953 í Eyjum.
Foreldrar hennar voru Lúðvík Reimarsson verkamaður, pípugerðarmaður, f. 31. ágúst 1920 á SeljalandI, d. 22. janúar 2003, og kona hans Kristín Helga Sveinsdóttir húsfreyja, f. 10. janúar 1911 í Ólafsvík á Snæfellsnesi, d. 28. ágúst 2008.

Börn Kristínar Helgu og Lúðvíks:
2. Sigurður Ingi Lúðvíksson, kjörsonur Lúðvíks, matsveinn, f. 10. mars 1944. Fyrrum kona hans Ástfríður Árnadóttir.
3. Anna Ingibjörg Lúðvíksdóttir húsfreyja, f. 5. júlí 1953. Maður hennar Þorvaldur Pálmi Guðmundsson.

Börn Kristínar Helgu:
4. Hafsteinn Reynir Magnússon, f. 21. september 1936, d. 29. október 2022. Kona hans Margrét Þórey Gunnlaugsdóttir.
5. Sigurður Ingi Lúðvíksson, f. 1944 (sjá ofar).

Anna var með foreldrum sínum.
Hún varð 4. bekkjar gagnfræðingur í Gagnfræðaskólanum 1970, nam við Húsmæðraskólanum á Laugarvatni.
Anna varð sjúkraliði 1974 í Reykjavík.
Hún vann við fiskiðnað. Eftir sjúkraliðanám vann hún um skeið á vökudeild fæðingadeildar Landspítalans, var sjúkraliði á Seyðisfirði í eitt ár. Eftir flutning til Eyja 1978 vann hún á Sjúkrahúsinu frá 1989 í 31 ára.
Þau Þorvaldur giftu sig 1978, eignuðust þrjú börn. Þau bjuggu á Hásteinsvegi 48 og búa í Hrauntúni 38.

I. Maður Önnu, (25. desember 1978), er Þorvaldur Pálmi Guðmundsson frá Seyðisfirði, sjómaður, f. 17. júní 1951.
Börn þeirra:
1. Guðmundur Lúðvík Þorvaldsson þjóðfræðingur, leikstjóri, forstöðumaður frístundaheimilis í Garðabæ, f. 23. maí 1976. Sambúðarkona hans Steinunn Sif Sverrisdóttir.
2. Ingi Þór Þorvaldsson tölvutæknir, f. 16. ágúst 1977, ókvæntur.
3. Jónína Kristín Þorvaldsdóttir forstöðumaður frístundaheimilis í Reykjavík, f. 15. maí 1984. Maður hennar Ásgeir Eiríksson.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.