Ólöf Sveinhildur Sigvaldadóttir

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 21. nóvember 2022 kl. 20:56 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 21. nóvember 2022 kl. 20:56 eftir Viglundur (spjall | framlög)
(breyting) ←Fyrri útgáfa | Nýjasta útgáfa (breyting) | Næsta útgáfa→ (breyting)
Fara í flakk Fara í leit
Ólöf Sveinhildur Sigvaldadóttir.

Ólöf Sveinhildur Sigvaldadóttir frá Hjálmholti við Urðaveg 34, verkakona, starfsmaður á Sjúkrahúsinu og í mötuneyti fæddist 4. ágúst 1914 í Haga við Heimagötu 11 og lést 27. maí 2003 í hjúkrunarheimilinu Víðihlíð í Grindavík.
Foreldrar hennar voru Sigvaldi Benjamínsson skipstjóri, f. 12. apríl 1878 á Ýmastöðum í Vaðlavík í S.-Múl., fórst með Þuriði formanni 1. mars 1942, og kona hans Sigurlaug Ágústína Þorsteinsdóttir húsfreyja, síðast í Keflavík, f. 12. ágúst 1887 á Mjóafirði eystra, d. 14. desember 1974.

Börn Sigurlaugar og Sigvalda voru:
1. Ólöf Sveinhildur Sigvaldadóttir, f. 4. ágúst 1914 í Haga, síðar í Keflavík, d. 21. maí 2003 að Víðihlíð í Grindavík.
2. Bjarney Sigurlín Sigvaldadóttir, f. 20. júlí 1916 í Haga, síðar í Keflavík, d. 31. júlí 1973.

Ólöf var með foreldrum sínum. Eftir lát föður síns bjó hún með móður sinni, í Eyjum og Keflavík.
Ólöf var í vist í Reykjavík, starfaði á Sjúkrahúsinu í Eyjum, var vinnukona í Bjarma við Miðstræti 4, vann við fiskiðnað.
Við Gosið 1973 fluttu mæðgurnar til Keflavíkur. Þar vann Ólöf við fiskiðnað og í mötuneyti á Keflavíkurflugvelli.
Að síðustu dvaldi hún í Víðihlíð í Grindavík.
Hún lést 2003, ógift og barnlaus.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.