Logi Eldon Sveinsson

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 30. október 2022 kl. 17:05 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 30. október 2022 kl. 17:05 eftir Viglundur (spjall | framlög) (Verndaði „Logi Eldon Sveinsson“ ([Breyta=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn) [Færa=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn)))
(breyting) ←Fyrri útgáfa | Nýjasta útgáfa (breyting) | Næsta útgáfa→ (breyting)
Fara í flakk Fara í leit
Logi Eldon Sveinsson.

Logi Eldon Sveinsson frá Kirkjubóli, múrarameistari, listmálari fæddist 28. september 1907 og lést 10. maí 1986.
Foreldrar hans voru Sveinn Ásmundsson Hall, f. 8. nóvember 1883, d. 6. febrúar 1973 og kona hans Sigríður Jónasdóttir frá Deild á Álftanesi, Gull., f. 4. september 1880, d. 24. janúar 1948.
Fósturfaðir Loga var Björn Friðrik Guðjónsson trésmíðameistari, f. 16. mars 1888, d. 27. janúar 1949.

Börn Sigríðar og Sveins:
1. Logi Eldon Sveinsson múrarameistari, f. 28. september 1907, d. 10. maí 1986. Kona hans Jónína Helga Jónsdóttir.
2. Anna Lovísa Hall Sveinsdóttir, f. 3. maí 1905. Hún var hjá móður sinni í Eyjum 1920, bjó og giftist í Danmörku, lést 4. júní 1984.
3. Ásmundur Sveinsson, f. 19. apríl 1906, d. 19. apríl 1906.
Börn Sigríðar og Björns Guðjónssonar:
4. Ólöf Sigríður, fædd 31. desember 1910, dáin 30. maí 1994. Fyrrum maður hennar Óskar Sólbergsson. Maður hennar Hjálmar Filipp Hafliðason.
5. Guðfinna Súsanna, fædd 3. febrúar 1912, dáin 30. maí 1995. Maður hennar Oddur Sigurðsson.
6. Þyrí, fædd 29. september 1915, dáin 3. febrúar 1954. Maður hennar var Jón Árni Árnason.

Logi var með foreldrum sínum, síðan með móður sinni og Birni Guðjónssyni í Eyjum.
Hann lærði múrverk, varð meistari í greininni.
Logi iðkaði myndlist. Hann sagðist hafa elt Engilbert Gíslason málara og listmálara, þegar hann málaði verk sín útivið, er Logi var var strákur í Eyjum.
Logi vann við iðn sína, en fékkst einnig við listmálun og hélt sýningu með Sigurbirni syni sínum í Reykjavík. Einnig sýndi hann í Hveragerði.
Logi mun hafa verið brautryðjandi í hleðslu arinofna hér á landi.
Þau Jónína Helga giftu sig, eignuðust fjögur börn. Þau bjuggu í Reykjavík, en síðast á Álfaskeiði 40 í Hafnarfirði.
Logi Eldon lést 1986 og Jónína Helga 1992.

I. Kona Loga Eldons var Jónína Helga Jónsdóttir húsfreyja, f. 29. desember 1910 á Gamla-Hrauni á Eyrarbakka, d. 31. janúar 1992. Foreldrar hennar voru Jón Guðmundsson formaður og bóndi, f. 17. september 1856, d. 1. febrúar 1939 í Skálanesi við Vesturveg 13a, og síðari kona hans Ingibjörg Gíslína Jónsdóttirfrá Miðhúsum í Sandvíkurhreppi, húsfreyja, f. 1. september 1867, d. 2. apríl 1937 í Eyjum.
Börn þeirra:
1. Sigurbjörn Eldon Logason múrarameistari, arinsmiður, listmálari, f. 8. apríl 1934, d. 15. febrúar 2018. Kona hans Bjarnveig Karlsdóttir.
2. Haraldur Eldon Logason múrarameistari, arinmúrari, f. 1. júní 1938, d. 18. janúar 2014. Barnsmóðir hans Petra Ásta Þorbjörnsdóttir. Kona hans er Kristjana Ragnarsdóttir.
3. Jón Eldon Logason múrarameistari, arinmúrari, f. 17. desember 1941.
4. Ingibjörg Eldon Logadóttir húsfreyja, tækniteiknari, listakona, f. 17. febrúar 1950, d. 21. júní 2017. Maður hennar Geir Hallsteinsson.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.