Birgir Guðjónsson (læknir)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 18. janúar 2023 kl. 13:04 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 18. janúar 2023 kl. 13:04 eftir Viglundur (spjall | framlög)
(breyting) ←Fyrri útgáfa | Nýjasta útgáfa (breyting) | Næsta útgáfa→ (breyting)
Fara í flakk Fara í leit
Birgir Guðjónsson.

Birgir Guðjónsson læknir fæddist 8. nóvember 1938 á Akureyri.
Foreldrar hans voru Guðjón Vigfússon skipstjóri, hafnsögumaður, f. 15. september 1902, d. 26. nóvember 1996, og önnur kona hans Kristjana Jakobína Jakobsdóttir húsfreyja, f. 21. júní 1917, d. 4. mars 1997.

Barn Guðjóns úr fyrsta hjónabandi sínu:
1. Bergþóra Guðjónsdóttir húsfreyja á Húsavík, f. 27. maí 1932, d. 30. maí 2016. Maður hennar Höskuldur Sigurjónsson.
Börn Guðjóns og Kristjönu Jakobínu:
2. Birgir Guðjónsson læknir í Reykjavík, f. 8. nóvember 1938. Kona hans Heiður Vigfúsdóttir.
3. Ingvi Þór Guðjónsson málarameistari, sjúkrahússráðsmaður á Blönduósi, f. 28. nóvember 1939, d. 9. júní 2022. Kona hans Sigríður Baldursdóttir.
Börn Guðjóns og Sigurrósar Sigurðardóttur þriðju konu hans:
1. Guðný Svava Guðjónsdóttir myndlistarmaður, f. 1. ágúst 1945 á Strandbergi, d. 19. september 2022. Fyrrum maður hennar Benedikt Jónsson.
2. Helga Guðjónsdóttir skrifstofumaður, f. 10. október 1947 á Hásteinsvegi 49.
3. Sigurður Þór Guðjónsson, f. 10. október 1947 á Hásteinsvegi 49.

Birgir var með foreldrum sínum, en þau skildu og Birgir fylgdi föður sínum til Eyja og síðan til Reykjavíkur 1951.
Birgir varð stúdent í Menntaskólanum í Reykjavík 1958, lauk læknisfræðiprófum (varð cand. med) í Háskóla Íslands 1965 og bandarísku læknaprófi 1972. Hann lauk sérfræðiprófi í lyflækningum (American Board of Internal Medicine) 1972 og í meltingarsjúkdómum (American Board of Gastroenterology) 1973. Breskt sérfræðipróf (Membership Examination of the Royal College of Physicians, MRCP(UK)) tók hann 1979, bandarískt endursérfræðipróf (Recertification American Board of Internal Medicine) í lyflæknisfræði 1980.
Birgir fékk almennt lækningaleyfi á Íslandi 1967 og í Norður Carólínu og Connecticut 1972, sérfræðileyfi á Íslandi í lyflækningum með meltingarsjúkdóma sem undirgrein 1973.
Störf:
Birgir stundaði sjómennsku á sumrin og í fríum á námsárunum, einkum á síðutogurum. Náði alls rúmum tveimur árum til sjós, þrjátíu tonna skipstjórnaréttindum (pungaprófi). Var alls fimm jól til sjós.
Hann var aðstoðarlæknir héraðslæknisins í Breiðamýrarhéraði í ágúst-sept 1964, ráðinn aðstoðarlæknir þar júlí-október 1965. Hann var kandidat á Landakotsspítala, lyflæknisdeild frá október 1965-febrúar 1966. Birgir var aðstoðarlæknir og í séfræðinámi í lyflæknisfræði í Stamford Hospital í Stamford, Connecticut í Bandaríkjunum frá mars 1966 til júní 1968, var styrkþegi í meltingarsjúkdómum á Yale New Haven Hospital, Yale University School of Medicine í New Haven í Connecticut frá júlí 1968 til júní 1972, jafnframt aðstoðarlæknir á Veteran´s Administration Hospital frá júlí 1970 til júní 1972.
Birgir var sérfræðingur á Yale University Hospital frá nóvember 1972 til desember 1973, 1977-1978 og 1982. Hann var sérfæðingur á Borgarspítalanum, lyflæknisdeild frá janúar 1974-1977.
Hann rak eigin lækningastofu í lyflæknisfræði og meltingarsjúkdómum í Reykjavík frá 1974 til 2018, var yfirlæknir á Dvalarheimili aldraðar sjómanna á Hrafnistu í Hafnarfirði frá september 1980 til 2012.
Önnur störf:
Birgir var læknir á heilbrigðissviði ÍSÍ, var stundakennari við læknadeild Háskóla Íslands 1974-1977 og við Nýja hjúkrunarskólann 1978 og 1980. Hann var aðstoðarprófessor í lyflæknisfræði við Yale University School of Medicine í New Haven í Connecticut 1972-1973, 1977-1978 og 1982.
Félags- og trúnaðarstörf:
Hann tengdist frjálsíþrótta- og fimleikahreyfingunni frá unga aldri, var iðkandi, leiðbeinandi, stjórnandi og dómari, svo og í Olympíunefnd og Íþróttasambandi Íslands frá 1987 í nokkur ár vegna lyfja- og læknisþjónustu og lagamála. Hann var formaður fimleikadeildar Í.R. 1958-1963 og 1978-1983. Hann sat í stjórn Frjálsíþróttasambands Íslands frá 1982 til 2012 og formaður tækninefndar, var formaður laganefndar Fimleikasambands Íslands, sat í stjórn Íþrótta- og olympíusambands Íslands og var formaður heilbrigðisráðs. Hann var í nokkur ár samtímis formaður laganefnda ÍSÍ, FRÍ og FSÍ.
Birgir sat í læknanefnd Alþjóðafrjálsíþróttasambandsins, útnefndur alþjóðlegur dómari í frjálsum íþróttum af Alþjóðafrjálsíþróttasambandinu 1987.
Ritstörf:
Greinar um krabbamein í briskirtli og sárasjúkdóma í maga og skeifugörn í erlendum læknatímaritum. Hefur haldið erindi um krabbamein í briskirtli á alþjóðlegum læknaráðstefnum í Bandaríkjunum, Svíþjóð, Brasilíu, Ástralíu og Englandi. Auk þess hefur hann skrifað um náttúruvernd í blöðum.
Viðurkenningar:
Félagi í mörgum erlendum lækna- og vísindafélögum. Fellow (FACP) American Gollege of Physician 1978, Master (MACP) 2008, Fellow of American Gastroenterological Society (AGAF) 2006. Fellow (FRCP) Royal College of Physician 1991. Affiliated fellow of American College of Surgeons.
Birgir var Heiðursfélagi ÍR og Ármanns, hlaut heiðurskross FRÍ og bronsmerki Breiðabliks, hlaut gullkross Fimleikasambands Íslands og var gerður að heiðursfélaga sambandsins.
Þau Heiður giftu sig 1961, eignuðust þrjú börn.

I. Kona Birgis, (7. október 1961), var Heiður Anna Vigfúsdóttir húsfreyja, f. 15. desember 1938, d. 31. desember 2022. Hún varð stúdent í MR 1958, lauk kennaraprófi í KÍ 1959, sérkennari. Foreldrar hennar voru Vigfús Guðmundsson veitingamaður í Borgarnesi og Hreðavatnsskála í Borgarfirði, f. 25. febrúar 1890, d. 24. nóvember 1965, og seinni kona hans Sigrún Stefánsdóttir kennari í Borgarnesi, síðar framkvæmdastjóri Íslensks heimilisiðnaðar í Reykjavík, f. 14. október 1898, d. 5. maí 1986.
Börn þeirra:
1. Ásdís Birgisdóttir textílhönnuður, f. 28. október 1961. Fyrrum maður hennar Sigurður Björnsson læknir, f. 2. nóvember 1960. Maður hennar Björgvin Ægir Richardsson líffræðingur, f. 26. júní 1961.
2. Gunnar Birgisson, M.A.-próf í ensku, lögfræðipróf í Duke University, Norður Carólinu, lögfræðingur í Bandaríkjunum. Kona hans Amanpreet Kaur, með B.A.-próf í arkitektúr, f. 9. desember 1965.
3. Sigrún Birgisdóttir arkitekt, f. 31. maí 1968. Maður hennar Jón Ólafsson prófessor.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.