Helga Guðjónsdóttir (Hásteinsvegi 49)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit

Helga Guðjónsdóttir frá Hásteinsvegi 49, skrifstofumaður fæddist þar 10. október 1947.
Foreldrar hennar voru Guðjón Vigfússon skipstjóri, hafnsögumaður, f. 15. september 1902 á Grenivík, d. 26. nóvember 1996, og þriðja kona hans Sigurrós Sóley Sigurðardóttir frá Fagurhól við Strandveg 55, húsfreyja, f. 9. nóvember 1913, d. 3. september 2001.

Börn Sigurrósar og Guðjóns:
1. Guðný Svava Guðjónsdóttir myndlistarmaður, f. 1. ágúst 1945 á Strandbergi, d. 19. september 2022. Fyrrum maður hennar Benedikt Jónsson.
2. Helga Guðjónsdóttir skrifstofumaður, f. 10. október 1947 á Hásteinsvegi 49.
3. Sigurður Þór Guðjónsson rithöfundur, f. 10. október 1947 á Hásteinsvegi 49.
Börn Guðjóns úr öðru hjónabandi og fósturbörn Sigurrósar Sóleyjar:
4. Birgir Guðjónsson læknir í Reykjavík, f. 8. nóvember 1938. Kona hans Heiður Vigfúsdóttir.
5. Ingvi Þór Guðjónsson málarameistari, sjúkrahússráðsmaður á Blönduósi, f. 28. nóvember 1939, d. 9. júní 2022. Kona hans Sigríður Baldursdóttir.
Barn Guðjóns úr fyrsta hjónabandi:
6. Bergþóra Guðjónsdóttir húsfreyja á Húsavík, f. 27. maí 1932, d. 30. maí 2016. Maður hennar Höskuldur Sigurjónsson.

Helga var með foreldrum sínum í æsku, í Eyjum og í Reykjavík.
Hún tók samræmt gagnfræðapróf 1976, varð stúdent í Menntaskólanum í Hamrahlíð 2005 og fékk diploma í mannauðsstjórnun í Háskóla Íslands.
Helga hefur verið einkaritari hjá Byggðastofnun, verið ritari á lögmannsstofu og vann við skjalastjórnun hjá Landsneti til sjötugs.
Hún eignaðist barn með Friðriki Sveini 1967.
Hún var í sambúð með Hannesi og eignaðist með honum barn 1972.

I. Barnsfaðir Helgu er Friðrik Sveinn Kristinsson, sonur Svanhvítar Friðriksdóttur, tæknifræðingur, húsasmiður, f. 30. mars 1946.
Barn þeirra:
1. Sigurrós Friðriksdóttir jarðfræðingur, f. 20. ágúst 1967.

II. Sambúðarmaður Helgu var Hannes Rafn Jónsson aðalbókari, f. 19. apríl 1932, d. 19. nóvember 1991. Foreldrar hans voru Jón Þorvarðarson, f. 3. ágúst 1891, d. 28. febrúar 1982, og Vigdís Helgadóttir, f. 20. febrúar 1898, d. 18. ágúst 1975.
Barn þeirra:
2. Eva Björk Sólan Hannesdóttir lögfræðingur hjá Umhverfisstofnun, leikgervahönnuður, f. 2. nóvember 1972.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.