Ármann Guðlaugur Axelsson
Ármann Guðlaugur Axelsson frá Langa-Hvammi við Kirkjuveg 41, þroskaþjálfi og garðyrkjumaður í Noregi fæddist 5. jan. 1946.
Foreldrar hans voru Axel Sveinsson verkamaður, sjómaður, f. 6. júní 1912 í Garðshorni í Hofshreppi í Skagafirði, d. 9. júlí 1950, og sambúðarkona hans Jónína Lilja Guðmundsdóttirfrá Ásnesi við Skólaveg 7, húsfreyja, f. 21. maí 1920, d. 14. febrúar 2004.
Barn Lilju og Axels:
1. Ármann Guðlaugur Axelsson, f. 5. janúar 1946 á Kirkjuvegi 41, þroskaþjálfi, garðyrkjufræðingur í Hveragerði og í Noregi. Kona hans Heiður Adólfsdóttir.
Börn Lilju og Einars Jónssonar á Kalmanstjörn:
2. Axel Gunnar Einarsson, f. 3. september 1952 á Kalmanstjörn, landmælinga- og kortagerðamaður í Reykjavík 1986. Fyrrum kona hans Ingibjörg Nielsen.
3. Jóhann Sigurvin Einarsson, f. 18. mars 1959, bjó í Hveragerði 1986, byggingaverkamaður í Noregi. Fyrrum sambýliskona hans Margrét Hjaltadóttir.
Þau Heiður giftu sig, eignuðust þrjú börn. Þau bjuggu í Noregi.
Heiður lést 2022.
I. Kona Ármanns var Heiður Adolfsdóttir húsfreyja, f. 28. desember 1946 á Reynivöllum við Kirkjuveg 66, d. 4. janúar 2022.
Börn þeirra:
1. Drífa Ármannsdóttir, f. 15. ágúst 1966.
2. Elísabet Ármannsdóttir, f. 5. júní 1968.
3. Karl Adolf Ármannsson, f. 9. september 1980. Kona hans Cecilie Henning.
Heimildir
- Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
- Íslendingabók.
- Prestþjónustubækur.
Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.