Sigurður Pétur Oddsson (Dal)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 12. mars 2024 kl. 11:19 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 12. mars 2024 kl. 11:19 eftir Viglundur (spjall | framlög)
(breyting) ←Fyrri útgáfa | Nýjasta útgáfa (breyting) | Næsta útgáfa→ (breyting)
Fara í flakk Fara í leit
Sigurður Pétur Oddsson.

Sigurður Pétur Oddsson (Bói í Dal) frá Dal við Kirkjuveg 35, sjómaður, skipstjóri fæddist 18. maí 1936 og drukknaði 14. ágúst 1968.
Foreldrar hans voru Oddur Sigurðsson frá Skuld, skipstjóri, f. 25. maí 1911, d. 19. nóvember 1979, og kona hans Magnea Lovísa Magnúsdóttir frá Dal, húsfreyja, f. 12. ágúst 1914, d. 22. júní 1991.

Börn Lovísu og Odds:
1. Magnús Oddsson vélstjóri, verslunarmaður, húsvörður, verkstjóri, f. 14. október 1934, d. 7. apríl 2014. Kona hans Þórunn Ólafsdóttir.
2. Sigurður Pétur Oddsson skipstjóri, f. 18. maí 1936, d. 14. ágúst 1968. Kona hans Árnný Sigurbjörg Guðjónsdóttir.
3. Valur Oddsson sjómaður, vélstjóri, húsasmiður, f. 27. júlí 1942. Kona hans Kristín J. Stefánsdóttir, látin.

Sigurður var með foreldrum sínum í æsku.
Hann varð gagnfræðingur í Gagnfræðaskólanum 1953, aflaði sér vélstjórnarréttinda og síðar skipstjórnarréttinda.
Sigurður reri með föður sínum í fyrstu, en 1958 varð hann skipstjóri hjá Einari Sigurðssyni, þá 22 ára gamall. Hann keypti bát tveim árum seinna með vini sínum, sem var vélstjóri. Sá bátur fórst í bruna 1964. Hann keypti m/b Guðjón Sigurðsson VE 120, sem hann átti og var með til dauðadags.
Þau Árnný giftu sig 1960, eignuðust þrjú börn. Þau bjuggu á Boðaslóð 26, síðast á Kirkjuvegi 39.
Sigurður Pétur drukknaði í fisksöluferð 1968.

I. Kona Sigurðar Péturs, (5. júní 1960), er Árnný Sigurbjörg Guðjónsdóttir frá Dölum, húsfreyja, skrifstofumaður, f. 19. september 1940 á Högnastöðum í Þverárhlíð. Mýr.
Börn þeirra:
1. Guðjón Sigurðsson, f. 2. febrúar 1960. Kona hans Hallfríður Reynisdóttir.
2. Magnús Ingi Sigurðsson, f. 5. september 1961, d. 23. júlí 1987.
3. Oddur Sigurðsson (yngri), f. 12. ágúst 1962. Kona hans Helga Kristín Unnarsdóttir.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.