Valur Oddsson (Dal)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit

Valur Oddsson frá Dal við Kirkjuveg 35, sjómaður, vélstjóri, húsasmiður fæddist þar 27. júlí 1942.
Foreldrar hans voru Oddur Sigurðsson frá Skuld, skipstjóri, f. 25. maí 1911, d. 19. nóvember 1979, og kona hans Magnea Lovísa Magnúsdóttir frá Dal, húsfreyja, f. 12. ágúst 1914, d. 22. júní 1991.

Börn Lovísu og Odds:
1. Magnús Oddsson vélstjóri, verslunarmaður, húsvörður, verkstjóri, f. 14. október 1934, d. 7. apríl 2014. Kona hans Þórunn Ólafsdóttir.
2. Sigurður Pétur Oddsson skipstjóri, f. 18. maí 1936, d. 14. ágúst 1968. Kona hans Árnný Sigurbjörg Guðjónsdóttir.
3. Valur Oddsson sjómaður, húsasmiður, f. 27. júlí 1942. Kona hans Kristín J. Stefánsdóttir, látin.

Valur var með foreldrum sínum í æsku.
Hann varð 3. bekkjar gagnfræðingur í Gagnfræðaskólanum 1959, tók vélstjóranámskeið 1961. Valur lærði húsasmíði hjá Kristni Baldvinssyni, varð sveinn 1974.
Valur var vélstjóri á Ísleifi, Ísleifi IV. og Halkion.
Hann vann síðan við smíðar.
Þau Kristín giftu sig 1969, eignuðust tvö börn. Þau bjuggu við Urðaveg 52 við Gosið 1973.
Þau fluttu til Reykjavíkur 1973 og í Mosfellbæ 1976, bjuggu á Arnartanga 29, byggðu að Svöluhöfða 22 og bjuggu þar síðast.
Kristín lést 2015.
Valur býr að Klapparhlíð 7 í Mosfellsbæ.

I. Kona Vals, (24. maí 1969), var Kristín J. Stefánsdóttir úr Reykjavík, húsfreyja, skrifstofumaður, f. 27. maí 1945, d. 11. maí 2015.
Börn þeirra:
1. Ingibjörg Valsdóttir húsfreyja, sjúkraþjálfari, íslenskufræðingur, vinnur hjá utanríkisráðuneytinu, f. 16. febrúar 1970. Maður hennar Þorsteinn Hallgrímsson Júlíussonar.
2. Ásdís Valsdóttir húsfreyja, kennari í Lágafellsskóla, f. 18. október 1976. Sambúðarmaður hennar Úlfar Þorgeirsson.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.